Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2001, Blaðsíða 155

Andvari - 01.01.2001, Blaðsíða 155
ANDVARI AÐ EIGA SÉR STAÐ 153 heimilisins, en sú hreyfing kann að vera bundin ákveðnum stað. Á hinn bóg- inn er staðfesting ekki einungis kyrrstaða, því orðið felur í sér vitnisburð, vottun annarra eða hliðsjón manns sjálfs af öðrum stöðum. Doreen Massey leggur einmitt mikla áherslu á það að staðir séu ávallt breytingum undirorpn- ir og að sérhver staður sé tengdur öðrum stöðum. Enda er það auðvitað svo að flestir eiga sér fleiri en einn stað. Oftast er einungis einn þeirra eigið heim- ili í venjubundnum skilningi, þó að sumir eigi sér einnig annað einka-athvarf (t. d. sumarbústað), en vinnustaðir, heimili vina og ættingja, sundstaðir, verslanir, götur og torg, fjaran eða aðrar náttúruvinjar, hverskonar fundar- staðir í tilverunni, geta verið „okkar“ staðir og þannig lenda ýmsir staðir í innbyrðis „samræðum“. Massey ræðir nokkuð um „identity of place“ í þessu sambandi.8 Löngum hefur reynst erfitt að þýða „ídentítet" á íslensku og þótt við eigum orð eins og sjálfsmynd, sjálfsvitund og samsemd, finnst manni þau eiga við um hina mannlegu vitund (meðvitund jafnt sem dulvitund) og að eðlilegra sé að tala um „eigind“ staðar. En Massey er auðvitað að undirstrika að um leið og staðir verða hluti af mannlífi fer ákveðinn samruni af stað. Mannshugur mælir sig við tré eða ræðir við stein, eins og í „Fjörusteini“ Svövu. Enda er sagt að fólk samsami sig stöðum og eignist samastað. „Ætíð hef ég átt samastað, að minnsta kosti hefur aldrei farið svo, að ég hafi þurft að vera hvergi“, segir á kunnum stað í bók Málfríðar Einarsdóttur, Samastað- ur í tilverunni.9 Heimspekingurinn Edward Casey telur að megintengsl okkar við staði séu ýmist á forsendum könnunar eða bólfestu.10 Þetta eru hliðstæður orðanna ferlis og staðfestingar, sem ég brá fyrir mig hér að framan, og það má draga merkingu allra þessara orða saman í íslenska orðalagið að eiga sér stað. Með því er vísað til þess sjálfstæðis sem felast þarf í rýminu sem maður skipu- leggur sjálfum sér til handa - og til þess hversu brýnt það er að staðfesta sjálfan sig þar en ekki eingöngu nýlenduform annarra staða, annars fólks. Þetta á við um heimili jafnt sem stærri staði, allt upp í fjölmenn samfélög. En í mæltu máli merkir „að eiga sér stað“ þó oftar „að gerast“ og vísar þar með á þá athafnasemi, þá könnun, þann stöðuga gjöming sem skapar lifandi stað. Eins og Svava Jakobsdóttir sýnir iðulega í verkum sínum er oft óhægt um vik að vera gerandi í rými sem er njörvað niður, rúmi sem ekki er svigrúm. Hinsvegar beinir hún sjónum einnig að mikilvægi staðfestunnar. Svava dvel- ur í verkum sínum við það hvemig mikilvægi ákveðinna staða er táknað og fastsett með efnislegum hætti. Og eins og ítarlega hefur komið fram á þess- um blöðum gegna steinar og grjótform þar lykilhlutverki. Það hlutverk er enganveginn einhlítt, ekki frekar en táknhlutverk steina yfirleitt. Steinninn getur verið húsnæði okkar, en hann setur einnig mikinn svip á landslag og umhverfi, ekki síst á Islandi. Og steinar eru svo margt þegar að er gáð: nátt- úruvætti, vörður, undirstöður, minnisvarðar, minjagripir, skrautmunir, jar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.