Andvari - 01.01.2001, Blaðsíða 56
ANDVARl
54
PÁLL BJÖRNSSON
halda því fram að hver dagur í lífi Brockhaus hefði auðkennst af agaðri sókn
eftir menntun. Hann greindi til dæmis dagbók sinni stoltur frá því í upphafi
sjöunda áratugarins að hann væri að hvem einasta dag frá því klukkan sex á
morgnana til klukkan tíu á kvöldin.6
s
Draumur um IslandsferÖ
Hvers vegna vildi þessi umsvifamikli útgefandi og stórborgari úr hjarta álf-
unnar leggja leið sína hingað til lands? Var hann ef til vill jafn gagntekinn af
íslenskri menningu og samlandi hans Konrad Maurer (1823-1902)?7 Eða dró
íslensk náttúra hann til sín af sama fítonskrafti og annan samlanda hans,
Wolfgang Sartorius von Waltershausen (1809-1876), sem gaf út landfræði-
legar lýsingar á íslandi um miðja nítjándu öld?8 Best væri að svara spurning-
unum á þann veg að hann hafi bæði haft áhuga á náttúru og menningu lands-
ins. Raunar þekkti Brockhaus bæði Maurer og Waltershausen, og notfærði
sér reynslu beggja af íslandsferðum, fékk meðal annars meðmælabréf frá
hinum fyrrnefnda. ísland naut þó ekki sérstöðu í huga Brockhaus því að hann
hafði einnig brennandi áhuga á öðrum menningarsvæðum, bæði innan Evr-
ópu og utan. Hann varð aðeins einn af mörgum fótgönguliðum í ferðabylt-
ingu síðari hluta nítjándu aldar, en ný atvinnugrein, kennd við ferðamennsku,
var þá að festa rætur í álfunni. Bætt samgöngutækni sem hagnýtti sér gufu-
aflið gerði fólki sífellt auðveldara að ferðast hratt en þó áreynslulítið til fjar-
lægra staða.
Raunar hafði Brockhaus farið í styttri hressingar- og menningarferðir á
fjórða og fimmta áratuginum eins og títt var um betri borgara þess tíma. A
sjötta áratuginum varð hins vegar sú breyting á ferðalögum hans að þau
lengdust, en til dæmis eyddi hann tveim árum í Austurlöndum nær. Og undir
lok sjöunda áratugarins lagði hann í langferðir um Norður- og Suður-Evrópu.
Rætur þessarar ferðafíknar má rekja til hugljómunar sem hann varð fyrir í lok
ferðar um Noreg síðsumars 1853. „Eg hef sérstaklega fundið í þetta skiptið
að ferðalögum fylgir aukin lífsfylling,“ færir hann í dagbók sína, „og að
tengja ferðalög námi hefur alltaf heillað mig sem markmið með lífinu.“ Hann
einsetti sér að hefja lestur á sagnfræði- og bókmenntalegum textum í byrjun
næsta árs, að kafa dýpra ofan í fortíð Noregs og hann bætti við að hann ætl-
aði að kynna sér „forn-norræna sögu“ og lesa „eitthvað af íslendingasögun-
um ...“. Þar með var áhugi hans á íslenskri menningu vakinn. Hann gat þess
einnig, sem sýnir hve almennur áhugi hans var, að ásamt þessum menning-
arsögulega lestri ætlaði hann smám saman að snúa sér æ meir að náttúruvís-
indum, meðal annars að grasafræði. „Til þess að gera allt þetta að veruleika,“