Andvari - 01.01.2001, Blaðsíða 84
82
AÐALGEIR KRISTJÁNSSON
ANDVARI
Eg held að stjóm íslands hafi aldrei verið í lakara lagi en nú; og eg álít stjómina skylda,
að veita okkur fé til nytsamra fyrirtækja, ef hún nú ekki veitir okkur stjórnarbótina eður
dregur það. Drífið þér nú upp á kennaraembættið og lagaskólann. Eg hefi beðið Einar
Bjarnas[on] að senda yður allt það, sem útkomið er af Alþingistíðindunum og lofaði
hann mér því; en atkvæðaskrána í stjómarbótarmálinu hefi eg ekki, og get ekki útvegað
hjá neinum (tilv. hdr.).
Jón Pétursson var í broddi fylkingar í baráttunni fyrir þessum málum á
alþingi. Hinn 15. desember 1868 vék hann enn að þeim í bréfi til Gísla með
þessum orðum:
Það er slæmt að menn hér ekki skuli geta fengið upp lagaskólann, sem menn þó hafa
konungs heiti um, og þó er hér búið að stofnsetja bæði prestaskóla og læknaskóla. Og
ekki fá menn heldur kennaraembættið í íslensku og norðurlandafræðum hér stofnsett;
þetta er þjóðin samt fús að bera hvorttveggja (tilv. hdr.).
Það fór eins og konungsfulltrúann Þórð Jónasson grunaði. Danska stjórnin sá
sér ekki fært að verða við bænarskránni frá alþingi 1867 um stofnun kenn-
araembættisins, þar sem fé vantaði til að standa straum af kostnaðinum. Þetta
kemur fram í uppástungu Jóns Péturssonar 10. ágúst 1869. Hún var sett í
nefnd á þinginu eftir nokkrar umræður. Grímur Thomsen hafði sitthvað við
tillöguna að athuga, og spurði t. a. m. hvort staðan yrði ekki bundin við neina
sérstaka stofnun. Hann sagði: „Eg skil ekki, að stjórnin fari að veita fé til
þess, að stofna kennaraembætti út af fyrir sig, án þess það standi í sambandi
við neina stofnun, t. a. m. lærða skólann, því við bamaskólann býst eg ekki
við hann eigi að vera. En eg held, að vér höfum mann hérna við latínuskól-
ann, sem væri fær um að tama. Vér þekkjum allir kennarann í íslenzku við
lærða skólann, sem er svo fjölhæfur maður. Eg er viss um, að honum mundi
ekki þykja sér of vaxið, að takast þetta á hendur“. Málinu lauk svo að sam-
þykkt var einróma að skipa nefnd í málinu og í hana voru kjömir: Jón Pét-
ursson með 22 atkv., Pétur Pétursson með 11 og Grímur Thomsen með 10
atkv. (Alþt. 1869 I, 181-85).
Fátt er vitað um störf þessarar nefndar nema bænarskrá var samin, dagsett
27. ágúst 1869 og undirrituð af Jóni Péturssyni og Jóni Sigurðssyni. í þetta
skipti var talað um að fyrirlestrar yrðu haldnir í Reykjavík „yfir sögu Islands
og fomfræði Norðurlanda". Þingið áliti „bezt fallið, að stjóm yðar hátignar
ráðgaðist um það við umsjónarmenn hinna vísindalegu stofnana hér á landi,
hvemig kennslunni skyldi fyrir koma“. Þingið gæti ekki og hefði ekki vald
til þess að standa straum af kostnaðinum og fulltreystir því, „að þjóð sú, er
stendur í nánasta sambandi við oss, og sem á forfeðrum vorum að þakka
þekkingu á fornsögu sinni, muni fús á, að veita oss nauðsynlegan styrk til
þessa, sem eigi getur orðið mikill, en kæmi sér mjög vel meðal þjóðar vorrar“
(Alþt. 1869 II, 243-44).