Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2001, Blaðsíða 152

Andvari - 01.01.2001, Blaðsíða 152
150 ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON ANDVARI Konan í Leigjandanum er ekki runnin saman við húsið á sambærilegan hátt. Hinsvegar á lesandi ekki auðvelt með rata um þetta hús og öðlast vissu um stöðu persónanna. Hæpið er að taka nokkrum vitnisburði bókstaflega - hvorki skynjun konunnar né máli sögumannsins. 1 sögum Svövu verður myndmál gjaman mjög brögðótt. Merkir „steinrunninn“ í raun steinrunninn? Eða vísar orðið til þyngsla þess tvíeggjaða hiks sem liggur um söguna alla. I sögulok er konan um það bil að opna dymar og úti fyrir stendur þriðji karlmaðurinn. Ef einn þeirra þriggja telst eigandi, annar leigjandi (en þeir renna svo saman), er hinn þriðji kannski heimilisleysingi og jafnmikil- vægur sjálfskilningi konunnar og hinir. En hún er ráðvillt. Áður var vitn- að til þess hvernig konan flæðir út í vegginn og þess hvernig hún afneitar þeirri lífsreynslu. En síðar þegar hún er stödd í kjallaranum, er hún gripin ótta: Maðurinn í fjörunni skyldi þó ekki hafa komizt inn! En allt var harðlæst og enginn hér nema einverukenndin sem hafði séð sér færi hér í djúpum kjallarans og tekið á sig henn- ar eigin svip, andaði gegnum hana, notaði sér líkama hennar og sál; innan skamms yrði hún tvískipt og nauðbeygð til að horfast í augu við sjálfa sig. Hún yrði fyrir alla muni að hraða sér upp úr kjallaranum. Uppi ríkti hún ein og þurfti ekki að óttast aðra. (LE 118) Konan og húsið eru ekki eitt. Þau spegla hvort annað, en húsið er ekki held- ur einhlítur, samfelldur spegill, því húsið „klofnar", það býr yfir „djúpum“ sem konan óttast. Það er staður konunnar, en það er ekki einn staður fremur en sjálfsvitund hennar. Konan og húsið eru í „líkamlegu" sambandi sem jafn- framt miðlar andlegri líðan hennar: henni finnst hún hitta einverukenndina fyrir í kjallaranum og sú kennd ber svipmót hennar sjálfrar. Speglanir, klof- in vitund, ótti hið neðra og stjómun hið efra (uppi „ríkti hún ein“) - þetta minnir óneitanlega á skilning og orðræðu sálgreiningarinnar. En þetta við- fangsefni er jafnframt efnislegt og sett fram í táknum sem eru sögulega mótuð í vestrænum og íslenskum nútíma. Öðrum þræði er þessi kona hinn nýi Bjartur í Sumarhúsum og að sumu leyti er „Sjálfstætt fólk“ ósýnilegur undirtitill Leigjandans. Konan vill öðlast sjálfstæði og eignast samastað í til- verunni og þessi þrá verður samofin mótsagnakenndri efnishyggju. Að eiga samastað í tilverunni er að finna sig með öðru fólki - þetta lærist Bjarti seint og um síðir í Sjálfstœðu fólki Halldórs Laxness - en það er líka að marka sér eigið rými, eiga sér dálítið bjarg að standa á (nafn eiginmannsins í Leigjand- anum, Pétur, „klettur“, er kaldhæðið í þessu ljósi). Það kann að hljóma sem mótsögn, en allt til söguloka er konan í heimilis- leit. Hún finnur að vissu leyti skýrasta samsömun í manninum í fjörunni, sem er „ríkisfangslaus“ (LE 104), þó að hún óttist hann einnig, líkt og sumt í sjálfri sér. Þessi komumaður, útlendingur, vekur með henni spumingar um frelsi hennar og hún hlóð „fortölum yfir frelsiskennd sína til þess að varðveita hana
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.