Andvari - 01.01.2001, Blaðsíða 85
andvari
HÁSKÓLAKENNSLA GÍSLA BRYNJÚLFSSONAR
83
Það er eftirtektarvert að í bænarskránni er slegið á nokkuð aðra strengi en
1 Þllögu Jóns Péturssonar sem lá fyrir sama þingi þar sem talað var um kenn-
araembætti í Reykjavík með 1600 rd. launum, enda var sú hugmynd í fjör-
brotunum.
A alþingi 1871 flutti Jón Pétursson enn tillögu dagsetta 11. júlí um að
stofnsetja fast kennaraembætti í Reykjavík með 1600 rd. launum í sögu
Islands og fomfræðum Norðurlanda, enda þótt stjómvöldum þætti „það ísjár-
Vert nú sem stendur að leggja útgjöld til þessa á hinn íslenzka landssjóð“
(Alþt. 1871 ii, 219-20). í þetta skipti var tillagan felld frá nefnd með 14 atkv.
§egn 6, enda þótt Jón óskaði þess að nefnd yrði sett í málið.
Nokkrar umræður urðu um málið. Hilmar Finsen konungsfulltrúi vildi
skjóta því á frest og láta löggefandi alþingi afgreiða það, því að stjórninni
Þ®tti ísjárvert að leggja þessi útgjöld á hinn íslenzka landssjóð. Grímur
Thomsen og Jón Sigurðsson tóku einnig til máls og tóku undir með konungs-
fulltrúa að réttast væri að fresta málinu og Jón Sigurðsson fór fram á að nafni
hans Pétursson tæki tillögu sína aftur. Jón Pétursson stóð einn uppi með þá
hugmynd að senda stjóminni bænarskrá einu sinni enn því að þeir sem til
^áls tóku vildu ekki auka útgjöld landssjóðs (Alþt. 1871 I, 118-20). Eftir
Þetta hljóðnaði allt tal um að stofna kennaraembætti í sögu íslands og forn-
fræðum Norðurlanda á alþingi íslendinga.
Tæpast verður séð af þeirri umræðu sem varð um mál þetta allt frá upp-
hafi, hvort Gísla Brynjúlfssyni var ætluð þessi staða, þó er ekki ólíklegt að
flutningsmaður tillögunnar hafi haft augastað á honum eftir að ljóst var að
Gísli yrði ekki prófessor í Lundi. Greinilegt er að eitthvert samhengi var á
1Tulli þessara tillagna og næstu skrefa í málinu.
Fyrirlestrar við Hafnarháskóla
Gísli Brynjúlfsson gekk í Norræna fomfræðafélagið árið 1851. Á fundi í
e*aginu 9. maí 1865 varð hann fyrir valinu í fomritadeild félagsins (Old-
skrift-Afdelingen). Auk hans tóku prófessorarnir Konráð Gíslason, A. F.
Krieger, G. Stephens, P. G. Thorsen og N. L. Westergaard sæti í deildinni.
Gm störf Gísla þar er fátt vitað, en á mánaðarlegum fundi í félaginu 6. mars
"66 hélt Gísli fyrirlestur um gömul dróttkvæði þar sem lýst er myndum
lAfbildninger) af skjöldum, húsakosti o.fl. (TiIIœg t. Aarb0ger 1866, 20).
Ekki er hægt að tímasetja nákvæmlega hvenær Gísli hóf að halda fyrir-
estra um íslensk efni við JJafnarháskóla. í bréfi til Jóns Péturssonar 16. maí
868 komst hann svo að orði: