Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2001, Blaðsíða 151

Andvari - 01.01.2001, Blaðsíða 151
ANDVARI AÐ EIOA SÉR STAÐ 149 hér kemur fram ákveðinn sannleikur um mannleg samskipti og skáldskap. Um hvorttveggja gildir nefnilega að einn plús einn er ekki alltaf tveir. Stúdentinn er að lesa viðskiptafræði við Háskólann en hann hafði ekki reiknað þessa konu rétt út, blindaður af öðru. Konan vex út úr því rými sem hann ætlaði henni. Sögur Svövu vitna stöðugt um mikilvægi þess staðar sem heimilið er, en jafnframt segja þær okkur að sjálfsveran rúmast ekki á heim- ilinu - hún vex ævinlega út fyrir það. V Með þetta í huga er áhugavert að gaumgæfa húsnæðismál í Leigjandanum svolítið nánar. Hvemig má skilja samleik konunnar og hússins, til dæmis þegar sagt er að konan geti „ekki lengur greint að húð sína og steininn", og svo er að skilja sem taugar og æðar liggi út í veggi hússins og hjartað dæli þangað blóði? Þar eð jafnframt segir að „steypan markaði henni rúm í til- verunni", má túlka þetta sem svo að húsið og konan séu hér sem víðar í verk- um Svövu „óaðskiljanleg tvennd“, tilheyri hvort öðru, eins og Soffía Auður Birgisdóttir hefur bent á. Soffía ræðir einmitt hús og grjót í þessu sambandi og bendir á að húsið verði þannig líka steinn eða grjót í merkingunni „fang- elsi“. Hún vitnar til orða Svövu í viðtali frá árinu 1970 þar sem hún ræðir um húsbyggingar Reykvíkfnga sem örlagavalda og sáluhjálparatriði sem leiði til þess að konan festist í hefðbundnu hlutverki sínu, er „eiginlega grafin í hús- inu. Hún verður tákn hússins og þjónustar við eldavélina eins og æðsti prest- ur fyrir altari. í Leigjandanum eru þessi tákn færð út og merking þeirra aukin.“4 Það sem gerir Leigjandann að því áleitna verki sem raun ber vitni er ein- mitt þessi útfærsla táknanna, merkingarauki þeirra. Ef við staðnæmumst við túlkun á húsinu sem fangelsi konunnar - og þá á lokaatriðinu sem staðfest- ingu á máttleysi hennar og endanlegri firringu, þegar hold-steinferlið snýst við, handleggur hennar steinrennur og fellur undan eigin þunga - þá hefur túlkandinn lokað konuna enn tryggilegar inni en ella. En það þarf ekkert hús til að loka konur inni. Það sýndi Svava þegar í sinni fyrstu bók, til dæmis í sögunni „Gerviblóm“. Konan í þeirri sögu virðist orðin háð karlmanni sem notar sér hana og hún er að týna mörkum eigin vitundar og vilja: „Líklega skipti engu máli, hvort hún færi til hans eða ekki. Því að kannske var hún ekki lengur til nema í athöfn og orðum þessa manns; eða einhvers staðar á bak við þau. Eða ósögð.“ (TK 61). Hér sést enn hvernig tilfinning fyrir tómi birtist sem staðleysi. Allir ferðast í gegnum tómarúm, sumir oft, en sá sem festist í tómarúmi verður úrkast; það er sem viðkomandi hverfi úr merkingarbæru ríki tákna og tungumáls - finni enga staðfestu þar og sé því „ósagður11.5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.