Andvari - 01.01.2001, Blaðsíða 151
ANDVARI
AÐ EIOA SÉR STAÐ
149
hér kemur fram ákveðinn sannleikur um mannleg samskipti og skáldskap.
Um hvorttveggja gildir nefnilega að einn plús einn er ekki alltaf tveir.
Stúdentinn er að lesa viðskiptafræði við Háskólann en hann hafði ekki
reiknað þessa konu rétt út, blindaður af öðru. Konan vex út úr því rými sem
hann ætlaði henni. Sögur Svövu vitna stöðugt um mikilvægi þess staðar sem
heimilið er, en jafnframt segja þær okkur að sjálfsveran rúmast ekki á heim-
ilinu - hún vex ævinlega út fyrir það.
V
Með þetta í huga er áhugavert að gaumgæfa húsnæðismál í Leigjandanum
svolítið nánar. Hvemig má skilja samleik konunnar og hússins, til dæmis
þegar sagt er að konan geti „ekki lengur greint að húð sína og steininn", og
svo er að skilja sem taugar og æðar liggi út í veggi hússins og hjartað dæli
þangað blóði? Þar eð jafnframt segir að „steypan markaði henni rúm í til-
verunni", má túlka þetta sem svo að húsið og konan séu hér sem víðar í verk-
um Svövu „óaðskiljanleg tvennd“, tilheyri hvort öðru, eins og Soffía Auður
Birgisdóttir hefur bent á. Soffía ræðir einmitt hús og grjót í þessu sambandi
og bendir á að húsið verði þannig líka steinn eða grjót í merkingunni „fang-
elsi“. Hún vitnar til orða Svövu í viðtali frá árinu 1970 þar sem hún ræðir um
húsbyggingar Reykvíkfnga sem örlagavalda og sáluhjálparatriði sem leiði til
þess að konan festist í hefðbundnu hlutverki sínu, er „eiginlega grafin í hús-
inu. Hún verður tákn hússins og þjónustar við eldavélina eins og æðsti prest-
ur fyrir altari. í Leigjandanum eru þessi tákn færð út og merking þeirra
aukin.“4
Það sem gerir Leigjandann að því áleitna verki sem raun ber vitni er ein-
mitt þessi útfærsla táknanna, merkingarauki þeirra. Ef við staðnæmumst við
túlkun á húsinu sem fangelsi konunnar - og þá á lokaatriðinu sem staðfest-
ingu á máttleysi hennar og endanlegri firringu, þegar hold-steinferlið snýst
við, handleggur hennar steinrennur og fellur undan eigin þunga - þá hefur
túlkandinn lokað konuna enn tryggilegar inni en ella. En það þarf ekkert hús
til að loka konur inni. Það sýndi Svava þegar í sinni fyrstu bók, til dæmis í
sögunni „Gerviblóm“. Konan í þeirri sögu virðist orðin háð karlmanni sem
notar sér hana og hún er að týna mörkum eigin vitundar og vilja: „Líklega
skipti engu máli, hvort hún færi til hans eða ekki. Því að kannske var hún ekki
lengur til nema í athöfn og orðum þessa manns; eða einhvers staðar á bak við
þau. Eða ósögð.“ (TK 61). Hér sést enn hvernig tilfinning fyrir tómi birtist
sem staðleysi. Allir ferðast í gegnum tómarúm, sumir oft, en sá sem festist í
tómarúmi verður úrkast; það er sem viðkomandi hverfi úr merkingarbæru ríki
tákna og tungumáls - finni enga staðfestu þar og sé því „ósagður11.5