Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2001, Blaðsíða 153

Andvari - 01.01.2001, Blaðsíða 153
ANDVARI AÐ EIGA SÉR STAÐ 151 og vissi hana því að eilífu óhulta sem í steinlagðri gröf‘ (LE 113).6 Og sé hönd hennar í nánu sambandi við steinaríkið, þá er athyglisvert að þegar hann ber fyrst fyrir augu er hann á gangi í flæðarmálinu og „beygði sig öðru hvoru niður og tók upp steinvölu sem hann hampaði nokkra stund í lófa sínum áður en hann sleppti henni aftur“ (LE 102). VI Löngu eftir að Leigjandinn kom út birti Svava söguna „Fjörusteinn“, sem einnig er hjónasaga. Þar segir af aðskilnaði aldraðra hjóna. Börnin þeirra eru mætt á heimilið til að undirbúa flutning móðurinnar á hjúkrunarheimili. Fað- irinn skynjar þetta sem innrás á heimilið, bömin gera hann „ómyndugan með ráðsmennsku sinni“ (UE 67), og telja má táknrænt hvernig hann stendur afsíðis og við glugga, horfandi út. „Hendurnar fálmuðu á gluggakistunni uns þær stöðvuðust við stein, sléttan og ávalan fjörustein. Hendurnar kyrrðust, biðu átekta nokkra stund uns þær lögðust yfir steininn eins og hlíf.“ (UE 68). Það er sem hendur hans verði vistarvera þessa steins, nú þegar heimili hans er sundrað. í ljós kemur að þetta er steinn sem þau hjónin höfðu tekið í fjöru í síðustu ferð þeirra á æskuslóðir hennar, en þar höfðu þau einnig kynnst. Og hvað á nú að gera við steininn; „steini gæti blætt út væri honum skipt í tvennt.“ (UE 75). Heimili þeirra líkt og skreppur saman í þennan stein, hann öðlast mikilvægi sem staðfesting á sambandi þeirra, heimili og sögu. „Þetta var venjulegur fjörusteinn sem hann hefði ekki litið við þegar hann var yngri en uppgötvaði nú að með aldrinum lærðist manni að greina mál steina, gat hlýtt á ævisögu þeirra og sagt þeim sína.“ (UE 72). Þessi steinn, sem nú hafnar í tómarúmi aðskilnaðarins, hefur því verið ígildi hreyfanlegs staðar, rétt eins og heimili og sambönd eru færanleg þótt þau séu söm; og hann er kannski það sem hjónin í „Veizlu undir grjótvegg“ ætluðu sinni miklu hleðslu að vera. En eins og sá eiginmaður virðist hugsa: „Kannski kunni hann ekki að hlaða lífi sínu annað skjól.“ I sama mund er hann að snerta „nakinn arm konunnar.“ Hann strýkur handlegginn, „laust, varlega. Húðin var þakin fíngerðum, ljósum hárum sem bifuðust við snert- inguna. Fingur hans léku sér að þessum hárum; þeir fögnuðu snertingunni við mjúkt og nakið hold hennar.“ (VG 13). Hér sem víðar í textum Svövu markar steinn því ekki eingöngu staðsetningu, heldur kallast hann á við lík- amann. Lesandanum er svo látið eftir að hugsa um hvað þurfi til að þessar verur af holdi og blóði geti orðið hvor annarri skjól. Þegar heimilisleysinginn á ströndinni í Leigjandanum vegur fjörusteinana í lófa sér, er hann kannski að mæla staðleysi sitt og tómarúm; hann er á mörk- unum í fleiru en einu tilliti; hann er sagður ríkisfangslaus og hann er á jaðri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.