Andvari - 01.01.2001, Blaðsíða 35
andvari
SNORRI HALLGRÍMSSON
33
Fjölskylda
Snorri Hallgrímsson kvæntist 14. janúar 1942 Þuríði Finnsdóttur, f. 27.
júlí 1915, d. 25. september 1993. Hún var gagnfræðingur frá Mennta-
skólanum á Akureyri og starfaði sem ritari í íslenska sendiráðinu í
Stokkhólmi þegar þau Snorri kynntust. Foreldrar Þuríðar voru Finnur
Jónsson, póstmeistari á ísafirði, síðar framkvæmdastjóri, alþingismað-
ur og ráðherra, f. 28. september 1894, d. 30. desember 1951, og fyrri
kona hans, Auður Sigurgeirsdóttir, f. 2. apríl 1888, d. 30. júní 1935.
Þau Snorri og Þuríður eignuðust fimm börn, sem öll eru á lífi. Þau
eru: Margrét læknir (f. 13. mars 1944), Hallgrímur hagstofustjóri (f.
29. janúar 1947), Gunnar raftæknir (f. 24. júní 1948), Auður hjúkrun-
arfræðingur (f. 10. júlí 1953) og Finnur læknir (f. 2. ágúst 1954).
Hjónin Þuríður og Snorri voru gestrisin, veittu gestum sínum vel og
það var gaman að heimsækja þau í fallegu íbúðina á Ásvallagötu 26
sem bar smekkvísi húsráðenda gott vitni. Þá var ekki síður gaman að
koma í sumarbústað þeirra austur í Grafningi.
Þuríður Finnsdóttir var mikil merkiskona, búin bæði andlegu og lík-
amlegu atgervi, sem hún þurfti mjög á að halda með stóran barnahóp
°g eiginmann, sem stundum voru gerðar ómannlegar kröfur til. Sem
ntóðir, eiginkona og síðar ekkja og stjórnarmaður í fyrirtækinu Tungu-
laxi, gegndi Þuríður hlutverki sínu, allt til dauðadags, svo vart varð
betur gert.
Eftirmáli
I anddyri Landspítalans við Hringbraut, sem nú heitir „Landspítalinn,
Háskólasjúkrahús í Fossvogi, við Hringbraut og víðar“, eru tvær brjóst-
myndir á stalli, eins og brjóstmyndir eiga að vera. Báðar myndirnar eru
verk myndhöggvarans Sigurjóns Olafssonar, þó listgildi þeirra sé ekki
alveg sambærilegt.
Ef hópur unglækna eða læknastúdenta ætti að nafngreina fyrirmynd-
lrnar að brjóstmyndunum, er hætt við að mörgum vefðist tunga um
lönn. Þó eru þetta myndir af tveim frumkvöðlum í skurðlæknisfræði á
Islandi, sem jafnframt voru báðir prófessorar við læknadeild Háskóla