Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2001, Blaðsíða 40

Andvari - 01.01.2001, Blaðsíða 40
38 SVERRIR JAKOBSSON ANDVARI Vemikur og félagar líta sem sagt enn á sig sem útlendinga þrátt fyrir þriggja áratuga samfellda dvöl í Noregi. Þeir þrjóskast við að ganga inn í hið norska samfélag með þeim skyldum sem því tilheyra. Svona var þetta ekki á Islandi. Kaupmenn sem komu þangað bjuggu ekki saman, einangraðir frá öðrum. Eigi að síður voru þeir afmarkaður hópur að einhverju leyti. Þeir eru langflestir Austmenn.15 Þeir höfðu töluverð sam- skipti við konungsvaldið og blandast inn í valdabrölt einstakra höfðingjaætta á Sturlungaöld. Höfðu Oddaverjar sterk tengsl við kaupmenn úr Orkneyjum en Sturlungar við norræna kaupmenn.16 í áðurnefndu dæmi úr Hænsa-Þóris sögu kom fram að Blund-Ketill telur sér skylt að hjálpa Emi kaupmanni vegna þess að hann þekkti föður hans. Þetta er alls ekki eina dæmið um per- sónuleg tengsl betri bænda við kaupmenn, sem eflaust hafa verið nauðsyn- legur þáttur í viðskiptum.17 í Konungs skuggsjá eru kaupmönnum gefin þessi ráð: „En ef þú verður þar staddur sem umboðsmenn konungs eru eða annars höfðingia þess er þar hefir landstjórn sem þá verður þú staðinn, þá ger þér þá að vinum.“18 Annars gátu menn mætt manni eins og Tungu-Oddi, en sú manngerð er vel þekkt á Islandi 13. aldar.19 Áður en hann gerðist munkur lýkur Guðmundur Þorvaldsson dýri veraldlegum ferli sínum með því að ógna kaupmönnum og neyða þá til að greiða fyrir áverka frænda síns.20 Þykir þeim sem frá því segir greinilega gaman að því hve harður Guðmundur er í hom að taka. íslandsfarar sem þurftu að fá sér staðfestu þurftu einnig að koma sér vel við höfðingja. í Morkinskinnu segir frá dvöl Sigurðar slembis hjá Þorgils Oddasyni á Staðarhóli. „Þar voru fleiri útlendir menn og hafði Sigurður minnst yfirlæti.“21 Ríkir bændur höfðu bolmagn til að hafa marga vetursetu- menn, en að jafnaði hafa þeir dreifst um byggðina.22 Höfðingjum á borð við Þórð Sturluson og Sturlu Sighvatsson nægði að taka sinn stýrimanninn hvor í vist sumarið 1226.23 I Eyrbyggja sögu segir frá því að Þorleifur kimbi tók sér far utan með kaupmönnum sem voru í Straumfirði „og var hann í sveit með stýrimönn- um“.24 Norrænir stýrimenn hafa verið sá hópur kaupmanna sem höfðingjar töldu sér einna helst samboðna og höfðu hjá sér í vetrarvist. I Laxdæla sögu segir frá því að Ólafur pá er á skipi sem lendir í hafvillu og eru menn ekki sammála hvemig við eigi að bregðast. Meirihlutinn vill gera annað en stýri- maðurinn. Þá segir Ólafur, sem fleygt hefur orðið: „Það vil eg að þeir ráði, sem hyggnari eru; því verr þyki mér sem oss muni duga heimskra manna ráð er þau koma fleiri saman.“25 í þessum orðum kristallast stéttarvitund höfð- ingjans sem lítur á stýrimann sem sinn eðlilega bandamann. Þá má og benda á að vörur kaupmanna voru einkum af því tagi sem hentuðu kirkju og höfð- in^jum, síður nauðsynjavörur.26 I Bjamar sögu Hítdælakappa er vísað til vinfengis Skúla Þorsteinssonar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.