Andvari - 01.01.2001, Blaðsíða 26
24
ÁRNI BJÖRNSSON
ANDVARI
færi fram utan reglulegs vinnutíma. Þá tíðkaðist ekki að veita frí til
rannsókna né greiða fyrir yfirvinnu.
I minningargrein um próf. Snorra frá stúdentum í Lœknablaðinu og
dagblöðum 3. febr. 1973 stendur:
Hann sannaði áþreifanlega með starfi sínu, að kennsla í formlegri og óform-
legri mynd er eðlilegur þáttur í starfi læknis og þarf ekki að minnka afköst hans
við líkn og lækningar. Yið höfum ekki hugmynd um, hve tímafrekur beinn
kennsluundirbúningur Snorra var, en hitt lá í augum uppi að sem kennari
hagnýtti hann sér til fulls þá aðstöðu sína að vera önnum kafinn læknir. Að
loknum kennslustundum höfðu menn það á tilfinningunni að þeir væru reynsl-
unni rfkari. Með litríkri frásögn tókst honum að gera nemendur sína að þátttak-
endum í vandamálum, sem hann hafði sjálfur mætt á reynsluríkri ævi. Tuttugu
ára gömul mistök urðu víti til vamaðar og frásögn af vel heppnaðri viðureign
við einhvern „óvininn" varpaði ljósi á eðli vandamáls og hvatti til dáða. E. t. v.
var þó megineinkenni kennslu hans að knýja menn viljuga eða nauðuga til að
beita eigin skynsemi og dómgreind við lausn á aðsteðjandi vanda, og lét þá
gagnslítil smáatriði fremur sitja á hakanum. Hann var maður starfsins og raun-
veruleikans og gerði kröfur samkvæmt því, stundum hrjúfur og óvæginn en til-
gangurinn var öllum ljós og gott var að eiga hans hrós.
Af samtölum við fv. nemendur og af eigin raun virðist þetta vera raun-
sönn lýsing á kennaranum Snorra Hallgrímssyni. Hann var maður heil-
brigðrar skynsemi og lét smáatriði ekki villa sér sýn. Af viðtölum við
Lœknanemann, 1962-63 og 1965, má ráða að vissrar óánægju hafi
gætt meðal stúdenta vegna þess að þeim væri ekki nægilega sinnt á
handlækningadeildinni. Próf. Snorri lagði í þessum viðtölum ríka
áherslu á að stúdentar yrðu að sýna áhuga á náminu með því að spyrja
og vera reiðubúnir til að aðstoða við skurðaðgerðir þegar tækifæri
gæfist. Breytingar á náminu í hans tíð fólust í því að fleiri læknar en
prófessorarnir komu smám saman að kennslunni en við það varð
námið líflegra en um leið tímafrekara. En það tíðkaðist lítið á þessum
árum að hvetja stúdenta til sjálfstæðra vísindastarfa og þeir fengu
engar formlegar leiðbeiningar í því skyni. Þó tók próf. Snorri það fram
í einu þessara viðtala að fastur þáttur í læknisstarfi eigi að vera að meta
árangur þeirra verka sem gerð eru. Aðstoðarlæknar voru ekki heldur
sérstaklega hvattir til slíkrar vinnu, sem verður að skrifast á reikning
þess að sjálfur var próf. Snorri og aðrir læknar á deildinni svo önnum
kafnir við að sinna sjúklingum að lítill tími vannst til vísindastarfa,
nema utan vinnutíma, sem oft var ærið langur.