Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2001, Blaðsíða 26

Andvari - 01.01.2001, Blaðsíða 26
24 ÁRNI BJÖRNSSON ANDVARI færi fram utan reglulegs vinnutíma. Þá tíðkaðist ekki að veita frí til rannsókna né greiða fyrir yfirvinnu. I minningargrein um próf. Snorra frá stúdentum í Lœknablaðinu og dagblöðum 3. febr. 1973 stendur: Hann sannaði áþreifanlega með starfi sínu, að kennsla í formlegri og óform- legri mynd er eðlilegur þáttur í starfi læknis og þarf ekki að minnka afköst hans við líkn og lækningar. Yið höfum ekki hugmynd um, hve tímafrekur beinn kennsluundirbúningur Snorra var, en hitt lá í augum uppi að sem kennari hagnýtti hann sér til fulls þá aðstöðu sína að vera önnum kafinn læknir. Að loknum kennslustundum höfðu menn það á tilfinningunni að þeir væru reynsl- unni rfkari. Með litríkri frásögn tókst honum að gera nemendur sína að þátttak- endum í vandamálum, sem hann hafði sjálfur mætt á reynsluríkri ævi. Tuttugu ára gömul mistök urðu víti til vamaðar og frásögn af vel heppnaðri viðureign við einhvern „óvininn" varpaði ljósi á eðli vandamáls og hvatti til dáða. E. t. v. var þó megineinkenni kennslu hans að knýja menn viljuga eða nauðuga til að beita eigin skynsemi og dómgreind við lausn á aðsteðjandi vanda, og lét þá gagnslítil smáatriði fremur sitja á hakanum. Hann var maður starfsins og raun- veruleikans og gerði kröfur samkvæmt því, stundum hrjúfur og óvæginn en til- gangurinn var öllum ljós og gott var að eiga hans hrós. Af samtölum við fv. nemendur og af eigin raun virðist þetta vera raun- sönn lýsing á kennaranum Snorra Hallgrímssyni. Hann var maður heil- brigðrar skynsemi og lét smáatriði ekki villa sér sýn. Af viðtölum við Lœknanemann, 1962-63 og 1965, má ráða að vissrar óánægju hafi gætt meðal stúdenta vegna þess að þeim væri ekki nægilega sinnt á handlækningadeildinni. Próf. Snorri lagði í þessum viðtölum ríka áherslu á að stúdentar yrðu að sýna áhuga á náminu með því að spyrja og vera reiðubúnir til að aðstoða við skurðaðgerðir þegar tækifæri gæfist. Breytingar á náminu í hans tíð fólust í því að fleiri læknar en prófessorarnir komu smám saman að kennslunni en við það varð námið líflegra en um leið tímafrekara. En það tíðkaðist lítið á þessum árum að hvetja stúdenta til sjálfstæðra vísindastarfa og þeir fengu engar formlegar leiðbeiningar í því skyni. Þó tók próf. Snorri það fram í einu þessara viðtala að fastur þáttur í læknisstarfi eigi að vera að meta árangur þeirra verka sem gerð eru. Aðstoðarlæknar voru ekki heldur sérstaklega hvattir til slíkrar vinnu, sem verður að skrifast á reikning þess að sjálfur var próf. Snorri og aðrir læknar á deildinni svo önnum kafnir við að sinna sjúklingum að lítill tími vannst til vísindastarfa, nema utan vinnutíma, sem oft var ærið langur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.