Andvari - 01.01.2001, Blaðsíða 134
132
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON
ANDVARI
En sumarið kom til okkar ásamt öðrum kykvendum
það er að vísu undarlegt en samt kom það
til okkar sem höfðum setzt kringum borðið að spila whist.
Forsalurinn varð grænn og lyngbrekkumar gerðu innrás
og búðarstúlkumar aðgerðarlausar í dymm búðanna
og hrá borgarlyktin eftir næturregnið og gluggaþvottinn
og fullkomin hamingja í öllum görðum og brekkum
blátt fjall og jökull bros og ótrúlegt blóm
í sólarroð einn morgun.
Summer surprised us, coming over the Stambergersee
With a shower of rain; we stopped in the colonnade,
And went on in sunlight, into the Hofgarten,
And drank coffee, and talked for an hour.
[•••]
And when we were children, staying at the arch-duke’s
My cousin’s, he took me out on a sled,
And I was frightened. He said, Marie,
Marie, hold on tight. And down we went.
In the mountains, there you feel free.
Vissa hliðstæðu, sagði ég, því vitaskuld er margt ólíkt. í báðum köflunum er
því lýst hvernig bemskuminningar gera innrás í hversdagsleikann. Eliot
kynnir það svofelldum orðum: „And when we were children ...“ en hjá Sig-
fúsi verður metamorfósa, forsalurinn (á berklahælinu) tekur hamskiptum og
breytist í græna náttúru og iðandi borgarlíf í senn, Esjan og Snæfellsjökull
koma innúr dyrunum og með þeim bros og „ótrúlegt blóm“, og það ríkir
„fullkomin hamingja“ bernskunnar og unglingsáranna.
Ezra Pound skipti ljóðum í þrennt eftir því hvaða þættir væru ríkjandi -
mynd, hljómur, eða orðlist: phanopoeia, melopoeia og logopoeia?9 Þó flest
ljóð Sigfúsar fylli sennilega síðasta flokkinn - ekki síst ef við víkkum hann
þannig að hann nái yfir ,hugsun‘ einnig40 - er þessi kafli þó mjög sjónrænn,
hann er phanopoeia, „slengir myndum á sjónu hugans," einsog Pound keinst
að orði.41
Sigfús vill í bréfinu til Jóns Óskars sem minnst gera úr skyldleikanum við
Eliot og segist halda „að það sé ákaflega grunnt tekið að sjá Eliot í þess-
um epilóg mínum“. Og satt er það: þráttfyrir þau líkindi sem finna má er
öll hneigð kvæðisins mjög ólík því sem er hjá Eliot í The Waste Land
(„... aðferðin er allt önnur, að ég nú ekki tali um ídeólógíuna, að ég nú ekki
tali um niðurstöðuna,“ segir Sigfús). Niðurstaðan er raunar þveröfug, sbr.
línuna „eytt land má að vísu nema á ný“, en sú hugsun er með öllu fjarlæg
Eyðilandinu. Sömuleiðis sú afstaða til lífsins sem fram kemur hjá ljóðmæl-
anda: