Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2001, Page 60

Andvari - 01.01.2001, Page 60
ANDVARI 58 PÁLL BJÖRNSSON Viðhorf þeirra erlendu manna sem sóttu Reykjavík heim upp úr miðri nítj- ándu öld voru æði misjöfn.27 Brockhaus skipaði sér greinilega í hóp Islands- vina, svo notað sé síðari tíma orðtak, vegna þess að hann fór fögrum orðum um bæinn, bæjarlífið og bæjarstæðið. Á öðrum degi dvalarinnar skráði hann í dagbók sína: „Það verður að segjast að Reykjavík er betri en ég hafði gert mér í hugarlund; hér má finna reglulega falleg, hreinleg og hlýleg timburhús, og þá er hér einnig að finna götur; meira að segja er hér skemmtistígur (.Promenade) ... .“28 Og nokkrum sinnum getur hann þess að sundin og fjalla- sýnin í Reykjavík minni sig á suðrænar slóðir, jafnvel á Neapel eða Palermo. Þetta jákvæða viðhorf hans til bæjarins kann að einhverju leyti að hafa staf- að af þeim góðu móttökum sem Siemsen fjölskyldan veitti honum. Brock- haus hrósaði henni og ótæpilega, sagði til dæmis matinn á heimilinu hafa verið hreint frábæran.29 Hann eyddi fyrstu þremur vikunum í Reykjavík og tók þá virkan þátt í samkvæmis- og félagslífi fyrirfólksins. Hann segir í dagbókum sínum frá útreiðartúrum, skemmtisiglingum, heimsóknum í erlend herskip, sem lágu við festar í víkinni, og heimboðum, stórum og smáum í sniðum. Gestkvæmt var í húsi Siemsens og eins bauð fjölskyldan Brockhaus oft og tíðum að slást í för með sér. Hann hafði orð á því að fólkið í bænum gerði mikið að því að heimsækja hvert annað, en eins og Guðjón Friðriksson hefur rakið, voru inn- byrðis mægðir meðal fyrirfólks bæjarins algengar.30 Þátttakan í samkvæmis- lífinu var þó ekki alltaf jafn ánægjuleg fyrir Brockhaus sökum tungumálaerf- iðleika: „Varla nokkur talar almennilega þýsku, fólkið er heldur ekki sérlega vel að sér í ensku eða frönsku ... ; ég er ekki góður í dönsku og ekkert kann ég í íslensku og því verða samræðumar oft að hreinni pínu.“31 Þess vegna bað Brockhaus Eirík Magnússon að túlka fyrir sig og tók hann því vel, þannig að næstu vikurnar áttu þeir eftir að eyða talsverðum tíma saman, en Brockhaus lýsti Eiríki sem „hámenntuðum" manni er væri „vel heima í öllum tungumál- um“.32 í ljósi þess að Eiríkur var enginn Þýskalandsvinur er athyglisvert hve vel virðist hafa farið á með þeim. Eiríkur hafði meira að segja eytt vetrinum frá 1864 til 1865 í Leipzig, heimaborg Brockhaus, þaðan sem hann ritaði til að mynda Jóni Sigurðssyni bréf þar sem hann fór hörðum orðum um þýsku þjóðina.33 Strax á þriðja degi fór Brockhaus ásamt Eiríki í Stiftsbókasafnið, sem þá var til húsa á dómkirkjuloftinu, og tók Jón Ámason bókavörður á móti þeim. Ekki fannst þessum helsta bókaútgefanda álfunnar aðstaðan vera safninu sæmandi og það varð heldur ekki til að kæta gamla manninn að sjá þær fjöl- mörgu bækur sem hann hafði gefið safninu liggja þama óinnbundnar. Ársskýrslur safnsins frá sjöunda áratuginum, skráðar af Jóni Árnasyni, bera ástandinu vitni. I lok árs 1863 sagði Jón til dæmis:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.