Andvari - 01.01.2001, Blaðsíða 44
42
SVERRIR JAKOBSSON
ANDVARI
eigið svigrúm með því að takmarka athafnir gesta við stórverslun. Þeir svör-
uðu með því að mynda gildi til vamar hagsmunum sínum, en konungur
reyndi að draga úr slíkum andstæðum. Sums staðar fengu kaupmenn eigin
hverfi og réttarkerfi, t. d. á Skánarmarkaðnum.60 Slíkt gat þó valdið togstreitu
og þá var stutt í fjöldamorð á kaupmönnum, sem gerðist á Skáni 1332. Þar
hefur verið að verki félagsleg ólga sem snerist upp í útlendingahatur. Þá varð
stétt eins og kaupmenn, sem virtist hafa það að lifibrauði að græða á öðrum,
augljós skotspónn.61 Á íslandi eru fá dæmi um að útlendingar sem hópur séu
lagðir í einelti. Þó var umræða um slíkt greinilega í gangi í samfélaginu.
Víga-Glúms saga hefst á þætti um tvo menn sem haldnir eru órökstuddri
andúð á útlendingum, Ingjaldi Helgasyni goðorðsmanni að Þverá í Eyjafirði
og Ivari bónda á Vors í Noregi. Hreiðar stýrimaður, bróðir Ivars, vingast við
Eyjólf Ingjaldsson og á vetursetu hjá Ingjaldi fyrir milligöngu hans. Með
rausnarlegum gjöfum vingast hann við hinn einlynda Ingjald sem viðurkenn-
ir að lokum að „fáir drengir munu slíkir sem Hreiðarr“. Leyfir hann Eyjólfi
syni sínum að fara með Hreiðari til Noregs. Þau vandkvæði eru á að Hreiðar
býr með bróður sínum Ivari, en „honum þykja illir íslenskir menn“. Fer þó
svo að lokum að hann verður sami vinur Eyjólfs og bróðir hans.62 Þessari
sögu er beint gegn heimóttarskap og andúð á útlendingum. Um leið sýnir hún
að slík fyrirbæri hafa þekkst þegar sagan er rituð, en yfirleitt er talið að hún
sé frá 13. öld. Ekki er þó algengt að Islendingum og Norðmönnum sé stillt
upp sem andstæðingum með þessum hætti.63
Enda þótt kaupmenn væru líldega stærsti hópur útlendinga á Islandi voru
þeir ekki sá eini. Samkvæmt Islendingabók voru fyrstu kennimennimir sem
komu til Islands upp til hópa útlendingar. Þeir komu flestir frá Englandi eða
Saxlandi.64 I Olafs sögu Odds Snorrasonar er gert ráð fyrir að erlendir kenni-
menn í Noregi hafi verið „ókunnandi að fara með danskri tungu“ en Kristni
saga segir að Friðrik biskup „undirstóð þá ei norrænu“ er hann kom til íslands
981. Þar segir einnig að Þangbrandur hafi farið óspaklega að við kristniboðið
„og þótti mönnum hart að taka það af útlendum manni.“65 Tungumálaörðug-
leikar hafa valdið því að Þangbrandur taldist til útlendinga. I Noregi þótti
æskilegt að prestar skildu og töluðu tungumál þeirra sem þeir áttu að þjóna.66
Þó var stefna kirkjunnar í slíkum málum að mörgu leyti önnur. í postula-
sögum eiga „útlendir og ókunnir“ trúboðar í höggi við innlenda blótmenn og
hafa iðulega betur.67 Andstaða við erlenda kennimenn á íslandi er enda lítt
merkjanleg framan af. Um miðja 13. öld gegndu þrír norskir menn biskups-
embætti um skeið. Enda þótt þeir lentu stundum í deilum við höfðingja er
þjóðemi þeirra aldrei notað gegn þeim.68
Annað er hins vegar uppi á teningnum á 14. öld. Árið 1313 völdu kórs-
bræður í Niðarósi einn úr sínum röðum, Auðun rauða Þorbergsson, sem bisk-
up á Hólum. Hann reyndist röggsamur kirkjuhöfðingi, hóf byggingu stein-