Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2001, Blaðsíða 44

Andvari - 01.01.2001, Blaðsíða 44
42 SVERRIR JAKOBSSON ANDVARI eigið svigrúm með því að takmarka athafnir gesta við stórverslun. Þeir svör- uðu með því að mynda gildi til vamar hagsmunum sínum, en konungur reyndi að draga úr slíkum andstæðum. Sums staðar fengu kaupmenn eigin hverfi og réttarkerfi, t. d. á Skánarmarkaðnum.60 Slíkt gat þó valdið togstreitu og þá var stutt í fjöldamorð á kaupmönnum, sem gerðist á Skáni 1332. Þar hefur verið að verki félagsleg ólga sem snerist upp í útlendingahatur. Þá varð stétt eins og kaupmenn, sem virtist hafa það að lifibrauði að græða á öðrum, augljós skotspónn.61 Á íslandi eru fá dæmi um að útlendingar sem hópur séu lagðir í einelti. Þó var umræða um slíkt greinilega í gangi í samfélaginu. Víga-Glúms saga hefst á þætti um tvo menn sem haldnir eru órökstuddri andúð á útlendingum, Ingjaldi Helgasyni goðorðsmanni að Þverá í Eyjafirði og Ivari bónda á Vors í Noregi. Hreiðar stýrimaður, bróðir Ivars, vingast við Eyjólf Ingjaldsson og á vetursetu hjá Ingjaldi fyrir milligöngu hans. Með rausnarlegum gjöfum vingast hann við hinn einlynda Ingjald sem viðurkenn- ir að lokum að „fáir drengir munu slíkir sem Hreiðarr“. Leyfir hann Eyjólfi syni sínum að fara með Hreiðari til Noregs. Þau vandkvæði eru á að Hreiðar býr með bróður sínum Ivari, en „honum þykja illir íslenskir menn“. Fer þó svo að lokum að hann verður sami vinur Eyjólfs og bróðir hans.62 Þessari sögu er beint gegn heimóttarskap og andúð á útlendingum. Um leið sýnir hún að slík fyrirbæri hafa þekkst þegar sagan er rituð, en yfirleitt er talið að hún sé frá 13. öld. Ekki er þó algengt að Islendingum og Norðmönnum sé stillt upp sem andstæðingum með þessum hætti.63 Enda þótt kaupmenn væru líldega stærsti hópur útlendinga á Islandi voru þeir ekki sá eini. Samkvæmt Islendingabók voru fyrstu kennimennimir sem komu til Islands upp til hópa útlendingar. Þeir komu flestir frá Englandi eða Saxlandi.64 I Olafs sögu Odds Snorrasonar er gert ráð fyrir að erlendir kenni- menn í Noregi hafi verið „ókunnandi að fara með danskri tungu“ en Kristni saga segir að Friðrik biskup „undirstóð þá ei norrænu“ er hann kom til íslands 981. Þar segir einnig að Þangbrandur hafi farið óspaklega að við kristniboðið „og þótti mönnum hart að taka það af útlendum manni.“65 Tungumálaörðug- leikar hafa valdið því að Þangbrandur taldist til útlendinga. I Noregi þótti æskilegt að prestar skildu og töluðu tungumál þeirra sem þeir áttu að þjóna.66 Þó var stefna kirkjunnar í slíkum málum að mörgu leyti önnur. í postula- sögum eiga „útlendir og ókunnir“ trúboðar í höggi við innlenda blótmenn og hafa iðulega betur.67 Andstaða við erlenda kennimenn á íslandi er enda lítt merkjanleg framan af. Um miðja 13. öld gegndu þrír norskir menn biskups- embætti um skeið. Enda þótt þeir lentu stundum í deilum við höfðingja er þjóðemi þeirra aldrei notað gegn þeim.68 Annað er hins vegar uppi á teningnum á 14. öld. Árið 1313 völdu kórs- bræður í Niðarósi einn úr sínum röðum, Auðun rauða Þorbergsson, sem bisk- up á Hólum. Hann reyndist röggsamur kirkjuhöfðingi, hóf byggingu stein-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.