Andvari - 01.01.2001, Blaðsíða 43
andvari
ÚTLENDINGAR Á ÍSLANDI Á MIÐÖLDUM
41
„ríkur að peningum og kappsamur“. Hann fer til íslands og hittir þar fyrir
Jökul og Einar Hólmkelssyni, bræður Ketilríðar.
Tók stýrimaður vel við þeim og spurði þá margs. Þeir voru og léttir at tiðindum. Spurði
hann að hýbýlum, en þeir sögðu hvergi betra en að Fossi hjá föður sinum, - „eigum vic
systur svo fríða og kurteisa, að engin finnst hennar líki. Viljum við geia v°rt c' Þu V1 >
að eiga hana eður takir þú hana frillutaki. Viljum við bjóða þér þangað til vistarmeð
okkur.“ Stýrimanni þótti þetta mjög fýsilegt. Segist hann og þangað fara munu ...
Fór svo að „með atgangi þeirra bræðra gifti Hólmkell Hákoni Ketilríði, og
lagði hún þar ekki jáorð til. Ætlaði Hákon að festast hér á Islan 1 •••
lokum lætur hann lífið hér.51 Enda þótt Hákon hinn víkverski sé að öllum li -
indum skálduð persóna gegnir öðru máli um nafna hans, Hákon galtn Bot-
ólfsson, sem barðist með Þórði kakala. Hann náði að kvongast á Islandt vet-
urinn 1244-1245, enda þótt ekki nyti hann hjónabandssælunnar lengi.
Öðrum Austmönnum lánaðist betur. Þórir Arnþórsson tottur var milligöngu-
maður þegar ákveðið var að Þórður kakali og Gissur Þorvaldsson skyldu
skjóta málum sínum til konungs 1246.53 Hann gerðist vinur Gissurar og gekk
að lokum að eiga Herdísi Einarsdóttur, bróðurdóttur Gissurar, a Jonsmessu
1254. „Var þar drukkit fast“, enda margt norrænna manna í brúðkaupinu
Þórir bjó upp frá því á ættaróðalinu að Haukadal. Ekki færðu þær magsem
ir Þóri rólegt líf. Hann slapp naumlega úr Flugumýrarbrennu 1253 og bjarg-
ar sér í kirkju eftir bardagann í Geldingaholti 1255. _ .
Þórir var ekki fyrsti Austmaðurinn sem kvæntist inn í höfðingjaætt Kagn-
heiður Þórhallsdóttir giftist Austmanninum Amþóri eftir að broður hennar,
Þorláki Skálholtsbiskupi, tekst að stía þeim Jóni Loftssyni í sundur, „og kom
frá þeim margt manna“.56 Helga, systir Sturlusona, gengur að eiga Solmund
Austmann, og er sonur þeirra Egill í Reykholti, einn af helstu hö íngjum
Sturlungaaldar.57 Talið er fullvíst að Austmaðurinn Olafur tottur se faðir
Erlends lögmanns hins sterka.58 Sonur hans, Haukur lögmaður Erlendsson, er
raunar tregur við að rekja ætt sína í beinan karllegg, einkum ef miðað er við
að hann rekur móðurætt Erlends æ ofan í æ í Hauksbók. Hefur Olafur vænt-
anlega verið ættsmár en framast við að eignast dóttur goðorðsmanns.
IV. Voru útlendingar jaðarmenn ?
Konungar sóttust eftir viðskiptum við erlenda kaupmenn og reyndu að efla
verslun þeirra í ríkinu með ýmsum aðgerðum. Þannig mynduðust nýlendur
Þýskra kaupmanna í flestum bæjum Danmerkur á 13. öld. A síðari hluta ald-
arinnar verður vart við viðleitni borgara (t. d. í Kaupmannahöfn) til að efla