Andvari - 01.01.2001, Blaðsíða 78
76
AÐALGEIR KRISTJÁNSSON
ANDVARI
Gísla komst hann svo að orði að hann væri þekktur af Norðurfara og sem
skáld og fomfræðingur og hvort tveggja kæmi fram á þinginu. Hann væri
málliprastur þingmanna og rómurinn hinn snjallasti og svo fagurlega máli
farinn að Reykjavíkurfrúm þætti yndi á að hlýða. Málflutningurinn væri fjör-
ugur og ákafur og orðgnóttin eftir því. Hendingar úr fornum kvæðum kæmu
oft fram á varir hans og stundum mælti hann stökur af munni fram. Ræður
hans væru hinar skemmtilegustu, en hefðu lítil áhrif á skoðanir manna. Þær
væm betur búnar að málskrúði en rökum. Hann væri of háfleygur fyrir bænd-
ur sem þætti sumt gripið úr lausu lofti hjá honum, en hann væri hið mesta
góðmenni og hinn frjálslyndasti og fús að leggja góðum málum lið. Engu að
síður vænti Sveinn þess að Gísli mundi koma að góðu gagni á þingi með
mælsku sinni og frjálslyndi þegar hann hefði kynnt sér málefni landsins
betur, „en á þessu þingi virtist stundum sem hann gæti ekki takmarkað
mælsku sína og fjölfræði, er stundum fóru land úr landi víða um heim“
(Norðri 1859, 98-99).
Um þetta leyti voru deilumar um hversu ráða skyldi niðurlögum fjárkláð-
ans í algleymingi. Jón Sigurðsson vildi gera það með lækningum en Norð-
lendingar með Pétur Havstein amtmann sinn í fylkingarbrjósti vildu beita
niðurskurði. Skagfirðingar kusu Gísla í þeirri trú að hann væri einnig hlynnt-
ur honum, en með því komst hann í andstöðu við Jón Sigurðsson, sem lét svo
um mælt að Gísli og Arnljótur Olafsson hefðu svikið sig. Eftir þetta hrönn-
uðust ágreiningsefnin upp milli Gísla og Jóns uns úr varð fullur fjandskapur.
Vonin sem brást - prófessorsstaða í Lundi
Eftir að þingmennsku Gísla lauk leit svo út um skeið sem hann ætti kost á
prófessorsstarfi í Lundi í Svíþjóð. Á sænska ríkisdeginum 1856-58 var ákveð-
ið að stofna prófessorsembætti í norrænum málum við háskólana í Lundi og
Uppsölum. Carl Sáve varð prófessor í Uppsölum 26. ágúst 1859, en C. A.
Hagberg varð prófessor í Lundi 1858. Hann hafði áður kennt fagurfræði og
bókmennta- og listasögu við háskólann. Hagberg lést 9. janúar 1864 og þegar
var farið að huga að eftirmanni hans. Ekki þarf um að spyrja að Gísla hefir
sýnst þetta álitlegur kostur og leitaði eftir meðmælum kennara Hafnarháskóla.
I hópi þeirra var George Stephens prófessor í fornensku, enskri tungu og
bókmenntum við Hafnarháskóla. Meðmæli hans eru dagsett 1. mars 1864.
Þar komst hann svo að orði að Gísli hefði ekki einungis „extreme and
minute“ þekkingu á bókmenntum þjóðar sinnar í bundnu og óbundnu máli,
heldur þekki hann einnig enskar bókmenntir allt frá Beowulf og bókmenntir
Norðurlanda til Runebergs og Tegnérs. Prentaðar ritgerðir Gísla séu þekktar