Andvari - 01.01.2001, Blaðsíða 158
156
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON
ANDVARI
rýmis, nýrra lífshátta, tæknivæðingar og tilrauna til að tengja borgarheimilin
við sveitir, náttúru og sögu landsins, heldur líka til hugsunarháttar og sjálfs-
myndar einstaklinga. Þetta á einnig við um Leigjandann, eins og fram hefur
komið í þessari umfjöllun.
Þegar Svava Jakobsdóttir semur Gunnlaðar sögu og sögumar í Undir eld-
fjalli hafa áherslur hennar breyst. Hún gaumgæfir nú í auknum mæli ævi-
skeiðið sjálft sem ferðalag og tengsl kynslóða, en hún beinir sjónum líka að
náttúruheiminum í víðara skilningi en áður. Og varla er það tilviljun að Undir
eldfjalli byrjar og endar með fjallasögum, í þeirri fyrri (titilsögunni) eru per-
sónur í sólardýrð undir Heklu, en í lokasögunni („Sögu bróður míns“) krókn-
ar bróðir sögukonu í fjallasnjó. Aður hafði hann raunar „gengið í björg“ eða
orðið bergnuminn af konu, svo að minnir á álfasögur sem systir hans hafði
sagt honum, sögur sem á sinn hátt eru til vitnis um það hvernig áður fyrr var
reynt að kortleggja og koma frásögnum yfir þau villtu svæði sem ekki voru
byggilegir staðir.
I vissum skilningi hafa hjónin í sögunni „Undir eldfjalli" einnig gengið í
björg, eða svo finnst syni þeirra sem kemur í heimsókn og kannar landnám-
ið. Hann sér fyrst og fremst örfoka hraun og svo tóttir bæjar sem lagðist í
eyði vegna náttúruhamfara. „Já, þið eruð eiginlega lögst út, sagði hann hægt“
(UE 15), en hann skilur ekki að foreldrar hans hafa enduruppgötvað gleðina
sem fylgir því þegar saman fara bólfesta og könnun, staðfesting og leit, með
þeirri óvissu sem fylgir, jafnt á ákveðnum stað sem og innra með manni.
Tómarúmið er hluti af þeirri óvissu. Við ferðumst í gegnum það, byggjum í
kringum það, en því verður ekki útrýmt. Það er óvissan í lífi okkar; við erum
ævinlega líka „hvergi“. Og hvaða staður skyldi vera breytingum undirorpinn
ef ekki gróðurskiki við Heklurætur? Jafnframt er sagan einnig að vissu leyti
dæmisaga um íslenskt landnám almennt, þessa byggð á eldfjallaeyju. En
hjónin eru alls ekki skekin, þau minna ekkert á áðumefndan Snorra sem fyll-
ist örvæntingu undir sínu Búlandsbjargi. Samt minnir tengdadóttirin Heiða
þau á að Hekla gæti enn gosið og spyr: „Af hverju völduð þið þá þetta land?“
Aðdragandi svarsins við þessari spumingu undir sögulok er yndislegur texti
sem felur (bókstaflega) svarið í sér (UE 28), og það sem Gerða segir í loka-
orðum sögunnar, þegar hún loks tekur til máls, líkt og komin úr „óralangri
ferð“, er: „Ég veit það ekki.“
TILVÍSANIR
1 Jacques Derrida: „Formgerð, tákn og leikur í orðræðu mannvísindanna“, þýð. Garðar Bald-
vinsson, í: Spor í bókmenntafrœði 20. aldar, ritstj. Garðar Baldvinsson, Kristín Birgisdótt-
ir og Kristín Viðarsdóttir, (Frœðirit 7), Reykjavík: Bókmenntafræðistofnun Háskóla Islands
1991, s. 129-152; sjá t.d. s. 136.
\