Andvari - 01.01.2001, Blaðsíða 124
122
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON
ANDVARI
raddir þögnuðu þó að mestu á næstu árum, ekki síst eftir grein Sigfúsar „Til
vamar skáldskapnum" (1952), stofnun Birtings (1953) og Ljóð ungra skálda
(1954). Nú sjá menn þessa ljóðlínu hinsvegar í öðru ljósi, kvæðið er orðið
klassík, og þá er tilvalið að snúa útúr því:
Er gvuð vor deildi gáfum út
gerð’ann ugglaust stærsta feilinn.
Mannshöfuð er þónokkuð þúnt,
- það gerir kúpan, - varla heilinn?
(Sverrir Stormsker)23
Ljóð III: Rilke
Ekkert var sjálfsagt: hlutir og dýr
áttu einnig vitund og eigið líf
varhugavert, og nóttin og landið
og vegurinn: ekkert var ódýrt.
Vegurinn - leitin um ókönnuð lönd
ókunnar nætur hluti og menn -
endalaus leit að hætti að lifa
óþrotleg bið og spurning.
Og þó að við þykjumst lifa sem jurt
með jurt og segjum þverstæðum eytt
lýsir ei dæmi þitt lengra en við játum
lengra en við þorum að játa?
„Furðulega þroskað ljóð,“ skrifaði Einar Bragi í ritdómi um bókina 1953,
„eins og lykill að Ijóðheimi þessa austurríska leitanda og óðsnillings, en það
getur líka verið góður leiðarvísir að ljóðheimi Sigfúsar sjálfs.“24 Undir þessi
orð má taka. Ljóðið sómir vel skáldinu Rainer Maria Rilke, bæði að efni og
formi sem minnir um margt á hin meitluðu smáljóð í Neue Gedichte, þó Rilke
sé þar að vísu klassískari í sniði. Og það er ljós vottur þess hve ljóðheimur Ril-
kes, sem er mjög sérstakur, höfðaði sterkt til Sigfúsar á þessum árum.
Mér sýnist að það séu einkum tveir staðir hjá Rilke sem orðið hafi kveikja
að ljóðinu og haft á það mótandi áhrif. Annarsvegar er það sonnettan „Archa-
i'scher Torso Apollos“, um styttuna í Louvre sem af er farið höfuð og útlimir
allir nema hálfur hægri fóturinn. Engu að síður horfir hún alsjáandi og
áminnandi á gestinn: Du mufit dein Leben ándern (Þú verður að breyta lífí
þínu). Sú niðurstaða kallar á þá „leit að hætti að lifa“ sem verður meginþema
Ljóða 1947-1951 og ég fjalla nánar um hér að framan.