Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2001, Blaðsíða 145

Andvari - 01.01.2001, Blaðsíða 145
ANDVARI AÐ EIGA SÉR STAÐ 143 milli þeirra.“ (VG 9). Veggurinn, sem stundum birtist raunar sem glerveggur í sögum Svövu, er því einnig veggur á milli einstaklinga og á milli kynja. Og jafnframt því sem sum verk Svövu eru mögnuð rannsókn á hugarfari kalda stríðsins, ígrundar hún af einurð þá stofnun sem þrátt fyrir alla sína kosti býður upp á kalt stríð, átakanlega gagnkvæmni öryggis og öryggisleysis, í stuttum eða löngum tímabilum: hjónabandið. II En ég ætla ekki að hverfa alveg strax frá samleik grjótveggs og sérrís. Þegar veislan er hafin segir m. a.: „Sérríglösin spegluðust í silfurbakka; í baksýn grjótið sem var einu sinni í fjalli, en stóð nú tamið og undirgefið í snyrtilegri hleðslu [...]“ (VG 13). Og í lok sögunnar stendur Snorri undir grjótveggnum og hefur fyllst örvæntingu. Hann leitar að augum konu sinnar og finnst að „aðeins eitt dygði honum nú: að þau gætu horfzt í augu núna [...]. En hann sá ekki í augu hennar. Hún var önnum kafin að bjóða meira sérrí.“ (VG 16). Þannig lýkur sögunni, í einskonar tómarúmi, sem við finnum einnig í öðrum sögum eftir Svövu, og stundum er raunar nefnt því nafni. I sögunni „Fymist yfir allt“ í bókinni Undir eldfjalli er aðalpersónan stúlka sem er í ýmsum skilningi á landamærum, stödd á brotalínu þar sem hún fær ekki fótað sig. Einu sinni fer hún með föður sínum í heimsókn til gamallar konu sem réttir henni brjóstsykursmola. Stúlkan hefur í huga sér sogast inn í ævintýri (en einkenni þeirra má víða sjá í verkum Svövu) og er nú sannfærð um að hún sé að fá eitraðan brjóstsykur og faðir hennar gerir ekki annað en fylgjast með: „Ákvörðun um hvort hún ætti að lifa eða deyja var í hennar eigin höndum. Allt var kyrrt. Telpan var í tómarúmi." (UE 58). í sögunni „Myndir“ í Veizlu undir grjótvegg sjáum við konu sem er á eirðarlausri „göngu um húsið“, staðnæmist við glugga, klukkan tifar afskiptalaus „eins og harðstjóri sem í fyrsta sinn beitir þræl sinn þeim duttlungum að snúa við honum baki. Engin hvöss fyrirskipun klýfur loftið; engin lítilsvirðandi þögn vandar um við hann. Hann er í tómarúmi, hefur á engan að treysta nema sjálf- an sig. Og hann kemst að því að ekkert vill hann síður.“ (VG 75). Þetta tómarúm verður til þegar ekkert í umhverfinu er til að styðjast við, maður glatar kennd sinni fyrir því að vera á vísum stað; en í slíku staðleysi má segja að maður verði sjálfur að „stað“, þó ekki sé nema vegna þess að maður finnur til lílcamans sem massa, sem efnis sem tekur ákveðið rými. Hugsunin, vitundin, þráin, þurfa þó ekki að passa inn í þetta líkamsrými og geta jafnvel verið í uppreisn gegn vanabundnum myndum þess og mörkum. Sú tvíhyggja anda og efnis sem stýrir lífi okkar getur farið öll á skjön og þar með sú festa sem tengist kyngervi okkar og þroska. Þetta er reynsla sem flest-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.