Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2001, Blaðsíða 123

Andvari - 01.01.2001, Blaðsíða 123
andvari ... EN SAMT SKULUM VIÐ STANDA UPPRÉTTIR 121 kunnugt andlit hljómur blær“, til vafasamra bóta að mínum dómi. Éluard var Sigfúsi á þessum árum hugleiknari en önnur skáld. Það kemur glöggt fram í upphafi greinarinnar sem hann skrifaði eftir lát Éluards 1952. Þar lýsir Sig- fús persónulegum harmi vegna fráfalls skáldsins. Við endurskoðun ritgerða sinna á 9. áratugnum felldi hann niður fyrstu efnisgreinina, hefur trúlega fundist gæta í henni óhóflegrar tilfinningasemi, en þar segir: Margir munu vart hafa trúað sínum eigin eyrum þegar þeir heyrðu að Paul Éluard væri látinn. Hann var einn þeirra sem verða mörgum okkar svo mikils virði að við hættum að geta hugsað okkur líf okkar og heim okkar án þeirra.19 I næstsíðasta erindi kvæðisins birtist svo annað helsta þema Ljóða, ,dauð- inn‘, sem ég mun víkja að í sambandi við XVIII. kvæði. Það er eitt einkenni góðra ljóða, ekki síst nútímaljóða, að efni þeirra verð- ur ekki endursagt almennum orðum. Það er, einsog sagt hefur verið, ekki hægt að eima burt inntakið og draga það saman í stutta klausu.20 Fyrsta ljóð- lína þessa fyrsta kvæðis er strax gott dæmi um þetta: Mannshöfuð er nokkuð þungt Línan er þrungin merkingu, og þó hún sé ekki torræð er hún fjarri því að vera einræð og hæpið væri að ætla að endursegja hana. Annað einkenni góðs ljóðs, og þessu skylt, er að það orkar á okkur áður en við skiljum það fyllilega, jafnvel áður en við byrjum að skilja það. Um hvað fjallar þá þetta fyrsta kvæði bókarinnar? Um hlutskipti manns, bersýnilega, um vanda þess og vegsemd að vera maður. En hvað felst nákvæmlega í stef- inu sem hljómar í öðru og þriðja erindi? Er það sú nauðsyn að rísa gegn hefð- inni og leita nýrra leiða í skáldskap? Að umbreyta þjóðfélaginu (því það var á dagskrá þá)? Að breyta sjálfum sér en standa ekki í stað? Eflaust allt þetta °g margt fleira. Síðast en ekki síst fjallar kvæðið um stöðu okkar í heimi þar sem engin trúarleg haldreipi er að finna. „En samt skulum við standa upprétt- ir“, ástæðulaust er að æðrast þessvegna. Ekki fannst öllum þetta gott kvæði þegar það kom út. Eiður Bergmann hefur víst talað fyrir munn margra þegar hann lýsti skoðunum sínum á nýjungum í ljóðlist og myndlist og sagði að slík verk minntu sig „ekki á annað frekar en delirium tremens eða hitasóttaróra fársjúks manns. Mig undrar ekki þó að persónu í slíku sálarástandi finnist mannshöfuð nokkuð þungt“ (leturbr. hér).21 Þessir lesendur leituðu hins sama hjá ungu skáldunum °g þeir þekktu úr ljóðum eldri skálda, fundu það ekki og gáfu sér ekki tóm til að skoða það sem blasti við augum þeirra. Og það þykist ég muna að menn hafi óspart hent gaman að fyrstu línu kvæðisins, þótt hún mjög brosleg og einkar lýsandi fyrir þennan nýja skáldskap.22 Sem hún reyndar var. Slíkar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.