Andvari - 01.01.2001, Qupperneq 123
andvari
... EN SAMT SKULUM VIÐ STANDA UPPRÉTTIR
121
kunnugt andlit hljómur blær“, til vafasamra bóta að mínum dómi. Éluard var
Sigfúsi á þessum árum hugleiknari en önnur skáld. Það kemur glöggt fram í
upphafi greinarinnar sem hann skrifaði eftir lát Éluards 1952. Þar lýsir Sig-
fús persónulegum harmi vegna fráfalls skáldsins. Við endurskoðun ritgerða
sinna á 9. áratugnum felldi hann niður fyrstu efnisgreinina, hefur trúlega
fundist gæta í henni óhóflegrar tilfinningasemi, en þar segir:
Margir munu vart hafa trúað sínum eigin eyrum þegar þeir heyrðu að Paul Éluard væri
látinn. Hann var einn þeirra sem verða mörgum okkar svo mikils virði að við hættum að
geta hugsað okkur líf okkar og heim okkar án þeirra.19
I næstsíðasta erindi kvæðisins birtist svo annað helsta þema Ljóða, ,dauð-
inn‘, sem ég mun víkja að í sambandi við XVIII. kvæði.
Það er eitt einkenni góðra ljóða, ekki síst nútímaljóða, að efni þeirra verð-
ur ekki endursagt almennum orðum. Það er, einsog sagt hefur verið, ekki
hægt að eima burt inntakið og draga það saman í stutta klausu.20 Fyrsta ljóð-
lína þessa fyrsta kvæðis er strax gott dæmi um þetta:
Mannshöfuð er nokkuð þungt
Línan er þrungin merkingu, og þó hún sé ekki torræð er hún fjarri því að vera
einræð og hæpið væri að ætla að endursegja hana.
Annað einkenni góðs ljóðs, og þessu skylt, er að það orkar á okkur áður en
við skiljum það fyllilega, jafnvel áður en við byrjum að skilja það. Um hvað
fjallar þá þetta fyrsta kvæði bókarinnar? Um hlutskipti manns, bersýnilega,
um vanda þess og vegsemd að vera maður. En hvað felst nákvæmlega í stef-
inu sem hljómar í öðru og þriðja erindi? Er það sú nauðsyn að rísa gegn hefð-
inni og leita nýrra leiða í skáldskap? Að umbreyta þjóðfélaginu (því það var
á dagskrá þá)? Að breyta sjálfum sér en standa ekki í stað? Eflaust allt þetta
°g margt fleira. Síðast en ekki síst fjallar kvæðið um stöðu okkar í heimi þar
sem engin trúarleg haldreipi er að finna. „En samt skulum við standa upprétt-
ir“, ástæðulaust er að æðrast þessvegna.
Ekki fannst öllum þetta gott kvæði þegar það kom út. Eiður Bergmann
hefur víst talað fyrir munn margra þegar hann lýsti skoðunum sínum á
nýjungum í ljóðlist og myndlist og sagði að slík verk minntu sig „ekki á
annað frekar en delirium tremens eða hitasóttaróra fársjúks manns. Mig
undrar ekki þó að persónu í slíku sálarástandi finnist mannshöfuð nokkuð
þungt“ (leturbr. hér).21 Þessir lesendur leituðu hins sama hjá ungu skáldunum
°g þeir þekktu úr ljóðum eldri skálda, fundu það ekki og gáfu sér ekki tóm
til að skoða það sem blasti við augum þeirra. Og það þykist ég muna að menn
hafi óspart hent gaman að fyrstu línu kvæðisins, þótt hún mjög brosleg og
einkar lýsandi fyrir þennan nýja skáldskap.22 Sem hún reyndar var. Slíkar