Andvari - 01.01.2001, Blaðsíða 132
130
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON
ANDVARI
viðhafði Brecht („hirðuleysi mitt um eignarrétt í andlegum efnum“).36 Rit-
verk sem á sér kveikju í öðru verki en er um leið andstæða þess, er kallað
Gegenentw’urf á þýsku. „Ég lagði leið mína um þetta land“ er þá andljóð
Holu mannanna. Sem slíkt er það afar haglega gert og ber vitni um þroska
skáldsins og sjálfstæði.
En hvað um seinnihluta kvæðisins, þá lífsjátun sem þar er að finna - bros-
ið, lifandi augun - eru þar engin áhrif greinanleg frá öðru skáldi? Jú, á því
er naumast vafi að mínum dómi, skyldleikinn við Éluard leynir sér ekki, „hin
bjarta hamingja ljóða hans“37 hefur sett mark sitt á þetta ljóð einsog fleiri
í bók Sigfúsar þó tæplega sé um bein textatengsl að ræða einsog í dæmi
Eliots. Og ,bros‘ og ,augu‘ eru vissulega lykilorð í ljóðheimi hans. Raymond
Jean segir í bók sem hann hefur ritað um Éluard að skáldskapur hans hafi
oft verið nefndur ,skáldskapur höfuðskepnanna‘, vegna þess hvað þær (eld-
urinn, vatnið, loftið, jörðin) skipi veglegan sess í honum. En hann bendir á
eftirfarandi ljóðlínur úr „Ordre et désordre de l’amour“ í Le dur désir de
durer:
Je citerai pour commencer les éléments
Ta voix tes yeux tes mains tes lévres
(Ég byrja á að kalla til höfuðskepnumar
rödd þína og augu hendur þínar og varir)
og bætir við: „Röddin, augun, hendurnar, varimar - allir hlutir sem varða líf-
fræði mannsins - eru í augum Éluards höfuðskepnur með sama rétti og vatn-
ið, loftið eða eldurinn."38
Undir lok greinar sinnar „Til varnar skáldskapnum“ segir Sigfús: „Ég hef
meðal annars skrifað þessa grein til að minna menn á að skáldskapurinn
hefur mörg andlit, jafn ólík og andlit Eliots og andlit Éluards, og hættir samt
ekki að vera skáldskapur.“ Ef mér missýnist ekki þá er hér að finna skemmti-
legt dæmi þess að Sigfús teflir þessum ólíku skáldum saman í ljóði (XX.
kvæði er annað dæmi) og að bölsýni Eliots má lúta í lægra haldi fyrir lífsját-
un Éluards.
✓
Ljóð XX (Eg hefviljað tala við yður ...)
Lokakvæði Ljóða 1947-1951 er næstlengsta kvæði bókarinnar. Þar er lesandi
kvaddur og honum þökkuð samfylgdin. Ásamt upphafskvæðinu „Mannshöf-
uð er nokkuð þungt“ myndar það umgjörð um bókina: ljóð hennar eru við-