Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2001, Blaðsíða 94

Andvari - 01.01.2001, Blaðsíða 94
92 AÐALGEIR KRISTJÁNSSON ANDVARI Gísli dró ekki í efa að norræn ljóðlist hefði sprottið af ævafornum rótum eða frá þeim tíma þegar bókmenntir á sanskrít tóku að þróast. Þetta sjáist bæði af orðum og talsháttum fommálsins og í norrænni ljóðlist. Þá taldi hann að guðadýrkun Egypta og hliðstæðir blótsiðir í norrænni heiðni væru tvær greinar af sömu rót. Ahrifa frá Grikkjum gætti t. a. m. í talnakerfinu og frá Rómverjum í skattkerfinu. Fyrstu öruggu heimildina um Norðurlönd sagði Gísli að væri að finna hjá Tacitusi þar sem talað væri um Svía. Hann talaði einnig um kvæði um hetjuna Arminius, en svo langt aftur væri ekki hægt að rekja norrænan kveð- skap sem sé varla eldri en frá 5. og 6. öld. Gísli ályktaði að þessu hefði verið svipað farið í nágrannalöndunum og þróunin þar hafi haft langan aðdrag- anda. Mál þarfnist langs tíma til að komast á þróunarstig Eddukvæða. Það hlaut heitið dönsk tunga og kom fyrst fyrir hjá Procopiusi í lok 6. aldar og þjóðin sem talaði það hafi verið í Danmörku eða sunnan Eystrasalts. Honum varð tíðrætt um þjóðaheitin Gautar og Danir og hvemig þau væru til orðin. Gísli vék einnig að skiptingu forsögulegra tímaskeiða í steinöld, bronsöld og jámöld og í framhaldi af því vék hann að þjóðflutningatímanum. Næst kom hann að því hvemig mál skipuðust í norðurhluta Þýskalands og suður- hluta Skandinavíu. Sögusvið Hervarar sögu varð honum að umræðuefni og Grímnismál áleit hann vera frá því tímaskeiði þegar samblendi var milli Gota og Norðurlandabúa. Eftir þennan inngang kom Gísli að Eddukvæðunum og aldri þeirra. Síðan gerði hann grein fyrir hvenær þau hafi verið færð í letur og í hvaða handritum þau séu varðveitt. Þá vék hann að Sæmundi fróða og hvort eða hvemig hann tengist Eddukvæðunum og hvenær þeim hafi verið safnað saman. Þá fjallar hann um einkenni kvæðanna, t. a. m. kenningar, og taldi að þau væru ekki yngri en frá því um 700 og vitnaði til Hyndluljóða til að styðja mál sitt. Að síðustu vék hann að skiptingu þeirra í goða- og hetjukvæði, sum þeirra væru blendingur af hvoru tveggja og nefndi hann Grímnismál í því sambandi. Handritinu lýkur með sérstökum kafla um Völuspá. „[...] tænkes rime- ligvis oprindelig at stá i forbindelse med den mythiske forestilling om konger“, eru upphafsorðin. Gísli fer síðan vítt um sviðið og staldrar við per- sónur hetjukvæða og frásagnir Snorra-Eddu um sköpun heimsins. Einnig víkur hann að varðveislu kvæðisins, þáttaskiptingu þess og tilraunum til lag- færinga (Bugge), sambandi Óðins og völvunnar og Gullveigu og hlutverki hennar. Af framanskráðu er ljóst að Gísli kom víða við og engum blandast hugur um að hann var hafsjór af fróðleik um foma tíma og hafði fylgst vel með því sem uppi var í þessum fræðum um þetta leyti. Ætla má að hann hafi flutt fyr- irlestra sína með líkum hætti og ræður sínar á þingi áður fyrr og margir hverj- ir af áheyrendum hans hafi átt erfitt með að fylgja honum á fluginu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.