Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2001, Side 68

Andvari - 01.01.2001, Side 68
66 PÁLL BJÖRNSSON ANDVARI efnahag landsins í norðri - ferðalagið hafði orðið honum að sannri menntalind. Hann var því sporgöngumaður upplýsingarmanna, einstaklingur sem þyrsti í breiða, almenna menntun og var tilbúinn til að leggja mikið á sig til að ná því takmarki. Ferðalagið varð honum jafnframt aðferð til að fjarlægjast þá sam- landa sína sem hann taldi að hefðu ekki náð sama menntunar- og þroskastigi og hann sjálfur: Hann „aðraði" og „jaðraði“ þá með því að leggja land undir fót en forsenda ferðanna var auðvitað sterk efnahagsleg staða hans sjálfs. I förinni til Islands mættust tveir menningarheimar, heimur hins frjáls- lynda stórborgara og borgarbúa annars vegar og íhaldssöm og tiltölulega kyrrstæð veröld hins strjálbýla íslenska sveitasamfélags hins vegar. I raun var Brockhaus sífellt að mæla mót sinnar eigin heimsmyndar við það sem hann sá og upplifði á íslandi. Á hestbaki umskapaði hann í huga sínum það sem fyrir augu bar, lagði grunninn að nýju borgaralegu samfélagi þar sem íslensk- ir karlar tækju sig saman af fúsum og frjálsum vilja, stofnuðu samtök til að vinna að framfaramálum, að brúa ár, planta trjám, stofna söfn og svo fram- vegis. Og vissulega voru hugsmíðar af þessu tagi ekki óalgengar meðal erlendra ferðamanna á Islandi á þessum tíma.81 Sú áhersla sem Brockhaus og skoðanabræður hans lögðu á uppeldi einstaklinganna hafði í för með sér, að þeir sem ekki höfðu (eða gátu) uppfyllt þau inntökuskilyrði sem krafist var, stóðu utan við áhrifasvið hins nýja borgaralega þjóðfélags. Á nítjándu öld voru konur augljóslega stærsti einstaki hópurinn sem var utangarðs og mætti því tala um karllæga forsjárhyggju, því samkvæmt hugsjónum Brockhaus áttu menntuðustu eða best ræktuðu íslensku karlmennirnir að varða veginn inn í þjóðfélag morgundagsins. Að leiðarlokum För Heinrichs Brockhaus til íslands var á enda. Póstskipið var senn tilbúið til brottfarar og kominn tími til að kveðja Siemsen fjölskylduna.82 Ekki vildu hjónin þiggja greiðslu fyrir gistingu og uppihald, og því segist Brockhaus hafa gefið þjónustufólkinu ríkulegt þjórfé, en einnig ætlaði hann senda fjöl- skyldunni gott úrval af bókum forlags síns. Fyrir utan Brockhaus og Svend- sen stigu aðeins tveir farþegar um borð, kaupmennimir Knudtzon og Lefolii. Fjölmörg hross voru hins vegar með í för enda ætlaði skipið ekki lengra en til Liverpool, en eins og kunnugt er var íslenski hesturinn þá orðinn eftirsótt dráttardýr í breskum námagöngum. Brockhaus kom til Liverpool þann tíunda ágúst, rúmum tveim mánuðum eftir að hafa lagt upp frá Kaupmannahöfn. Nokkrum dögum síðar sagði hann í bréfi til fjölskyldu sinnar: „Ég er yfir mig ánægður með það að ég lét ekk- ert aftra mér frá því að hrinda uppáhaldsáætlun minni í framkvæmd og nú get
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.