Andvari - 01.01.2001, Blaðsíða 109
andvari
SVIÐSETNING Á ÆVI KRISTS
107
V|ð lærisvein sinn: „Fylg þú mér, en lát hina dauðu jarða sína dauðu.“ (Mt
8:22, sjá enn fremur Lk 9:60).
Auk tilvísunarinnar í Jóhannesarguðspjall má einnig greina tilvísun í orð
Krists um að hinn sanni hirðir skilji sína 99 sauði eftir til að leita hins eina
týnda og að meiri fögnuður sé yfir fundi hins eina en er yfir hinum 99 sem
villtust ekki frá (Mt 18:10-14 og Lk 15:1-7). Benedikt leitar einmitt þeirra
kjnda sem mönnum hefur yfirsést, þ. e. hinna týndu sauða. Þannig er Bene-
ðikt eins og mannssonurinn sem „er kominn til að frelsa hið týnda“ (Mt
iBai).
Þegar Benedikt situr við borðið hjá Sigríði og sér þær kræsingar sem fram
eru reiddar verður honum að orði: „Það mætti halda, að ég ætti að fara út í
eyðimörkina [...]“ (bls. 31-32). Það er merkilegt að Benedikt skuli koma
eyðimörk í hug því það minnir óneitanlega á eyðimerkurför og föstu Jesú (Mt
4:1-11; Mk 1:12-13 og Lk 4:1-13). För Benedikts upp á öræfi er einnig
nokkurs konar eyðimerkurför og jafnframt hálfgildings fasta. Þessar hug-
renningar eru einnig settar í samhengi við að þessi för sé minningarför, farin
1 27. sinn en hann var einmitt 27 ára gamall er hann lagði af stað í fyrsta sinn.
Rétt ejns 0g starf Krists hófst með eyðimerkurför verður Benedikt hugsað
aftur til upphafs síns starfs. Líkt og Jesús stenst Benedikt sínar freistingar,
hann lætur ekki sveitunga sína telja úr sér kjarkinn, býður veðrinu byrginn og
§efst aldrei upp, jafnvel þótt matarbirgðir séu á þrotum og hann sjálfur blaut-
Ur> hrakinn og soltinn.
Eins og áður var bent á er margoft vísað til þríeykisins sem þrenningar og
Pað meira að segja einu sinni með stórum staf (bls. 46). Sjálfum finnst Bene-
ðikt ferðafélagar sínir hið mesta ríkidæmi sem hugsast geti: „Sá sem á sér
slíka félaga er ekki einstæðingur í henni veröld. Sumir eiga annað og meira
- skyldi maður ætla. En hver á nokkuð betra?“ (bls. 66). Á öðrum stað í bók-
inni vekur lýsing sögumanns á þrenningunni hugrenningartengsl við skím
Jesú. Þar er því lýst er Benedikt tekur um annað hom Eitils og finnur yl af
Pví:
Hér stóðu þeir. Það var eitthvað hátíðlegt yfir þessu. Hreint ekki þannig, að Benedikt
fyndi himnana opnast yfir sér, en þetta var þó eins og ofurlítil glufa, hann stóð ekki ein-
mana uppi á jörðinni, fannst hann ekki með öllu yfirgefinn. (bls 23).
Eér virðist nokkuð augljóst að verið sé að vísa til skímar Jesú, en þar er ein-
j^ht talað um að himnamir opnuðust (Mt 3:13-17, Mk 1:9-11, Lk 3:21-22).
°tt Benedikt, í sinni alkunnu hógværð, þori ekki að líkja upplifun sinni við
skím Jesú þá virðist sögumaður á annarri skoðun. Benedikt játar þó að
°num finnist sem ofurlítil glufa opnist.
J npphafi starfs Jesú kallar hann til sín lærisveina. Er hann gengur fram á
•mon Pétur segir hann honum að „héðan í frá [skuli hann] menn veiða.“ (Lk