Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2001, Blaðsíða 88

Andvari - 01.01.2001, Blaðsíða 88
86 AÐALGEIR KRISTJÁNSSON ANDVARI ember 1872 og segir: „ [...] Gísli stendur víst heldur lakar en áður eftir fyr- irlestra sína. Þeir urðu seinast að biðja hann að hætta, og varð hann þá að hlaupa yfir helminginn af Landnámu og að hætta í Sturlungu einhversstaðar með lykkju á lestrinum“ (tilv. rit, 567). Þetta virðist jafnan hafa einkennt fyr- irlestrahald Gísla. Finnur Jónsson ætlaði að hlýða á fyrirlestra hans um land- nám á Islandi og elstu sögu landsins sem hann hugðist flytja á íslensku á haustönn 1879. Finnur og Eiríkur Briem urðu þeir einu sem sóttu fyrirlestr- ana. „En allir þessir fyrirlestrar snerust um Egyptaland og Babýloníu; aðeins 2 síðustu tímana fyrir jól komst hann lítið eitt inn á elstu sögu landsins“, segir Finnur í ævisögu sinni (FJ.Ævisaga,“ 47). I maí 1873 sótti Gísli um að verða settur dósent í íslenskri sögu og bók- menntum við Hafnarháskóla. I umsókninni sagðist hann hafa haldið launaða fyrirlestra við Hafnarháskóla nokkur undanfarin ár um íslenska stjómmála- sögu frá upphafi vega í samræmi við úrskurð konungs. Nú skyldi hann jafn- framt fara annað veifið til Islands til að halda þar fyrirlestra um sama efni. Markmiðið með þeim var að Gísli skyldi innræta löndum sínum réttari skiln- ing á stöðu Islands (om deres Fpdeps naturlige og retlige Stilling). Hinn 24. júní 1873 skilaði heimspekideild Hafnarháskóla greinargerð um málið. Þar lýsti hún því yfir að hún gæti ekki mælt með því að bæta við nýjum kennara í þessum fræðum því vel væri að þeim búið með prófessor og tveimur kenn- urum að auki. Hins vegar áleit hún æskilegt að Gísli nyti áfram styrks nokkrum árum lengur til fyrirlestrahalds við Hafnarháskóla og helst einnig í Reykjavík. Taldi hún að markmiðinu með fyrirlestrunum yrði best náð ef þeir yrðu einnig haldnir í Reykjavík, en ekki væri á verksviði háskólans að hlut- ast til um slíkt. Hinn 3. júlí s. á. skrifaði háskólaráðið kennslumálaráðuneytinu í framhaldi af greinargerð heimspekideildar og mælti með að Gísla yrði veittur styrkur til að halda fyrirlestrum áfram um nokkurra ára skeið, en bætti því við að fyr- irlestrahald í Reykjavík væri háskólanum óviðkomandi og hann mundi ekki standa straum af kostnaðinum sem því fylgdi (K0bUniv.Aarb. 1873-75, 155-56). Jón Pétursson skrifaði Gísla 26. mars 1874. Stjómarskráin og dómar manna um hana voru þar mjög til umræðu. í lok bréfsins sagði hann: Eg man engar fréttir að skrifa héðan, blöðin segja þær og, ef nokkrar eru. - Ekki vildi Jón Sigurðsson þá rektóratið. Það er mikið, hvað hann kemst af. Ætlið þér aldrei að sækja hingað upp? Þegar þingið nú fær fjárforræði vil eg að það endilega komi upp laga- skólanum, og prófessorsembætti í fomfræðum og sögu landsins. Munduð þér ekki sækja hingað[?] (Nks. 3263 4to).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.