Andvari - 01.01.2001, Blaðsíða 69
andvari
AÐ MYNDA BORGARALEGT SAMFÉLAG - Á HESTBAKI
67
ég notið hinna fögru og merku minninga frá íslandsferðinni til æviloka."83
Ekki er ólíklegt að hann hafi deilt minningunum með öðrum, til dæmis bróð-
ur sínum Hermanni, sem var prófessor í austurlenskum fræðum og frammá-
ruaður í félagi vísindamanna sem sinntu rannsóknum á þessum sviðum,
Deutsche Morgenlándische Gesellschaft. Hann ritaði Stiftsbókasafninu bréf
urið 1868 þar sem hann fór hástemmdum orðum um íslenska menningu og
ruenntamenn um leið og hann bauð safninu áskrift að tímariti félagsins.84
Brockhaus átti eftir að vera í sambandi við Eirík Magnússon, til dæmis
heimsótti hann Eirík í Lundúnum í lok september 1867 og aftur í október
1868. í bæði skiptin ræddu þeir mikið um ísland og samskiptin við Dan-
rnörku.85 Brockhaus stóð við fyrirheitið sem hann hafði gefið Stiftsbókasafn-
’nu því að árið 1868 sendi hann því 221 bindi og nokkur til viðbótar árin á
eftir.86 Þá má geta þess að í desember 1867, en þá var hann staddur í Algeirs-
horg, skrifaði hann Siemsen og bað hann um að útvega sér fjóra hesta ofan
af Islandi. Voru þeir einkum ætlaðir bamabömum hans, en ekki er þó ljóst
hvort af viðskiptunum varð.87
Heinrich Brockhaus lést í Leipzig síðla árs 1874. Allnokkru síðar skrifaði
Jón Ámason sonum hans, Eduard og Rudolf, og harmaði mjög fráfall föður
þeirra. Hann vísaði til rausnarlegra bókagjafa gamla mannsins og endaði
hréfið á þeim orðum, að „hann hefði líklega haldið þeim áfram, ef Guð hefði
gefið honum lengra líf.“88 Synimir svöruðu um hæl og sögðust gjarnan vilja
styðja við bakið á safninu.89 Þó virðist ekki hafa orðið framhald á bókagjöf-
unum og markaði því fráfall Heinrichs Brockhaus lok ástríðufulls sambands
Vlð íslenska menningu.
TILVÍSANIR OG ATHUGASEMDIR
Böfundur vill þakka Ólafi Rastrick og ritstjóra Andvara fyrir gagnlegar athugasemdir. Grein
Pessi er samin með tilstyrk Vísindasjóðs Rannsóknarráðs íslands.
Upptalning Þjóðólfs var svohljóðandi: ,,[S]tiptamtmaðr vor herra Hilmar Finsen, með
tengdamóður sinni frú Bojesen; Jón Sigurðsson alþíngismaðr Ísfirðínga með sinni frú; land-
Puknirinn jústizráð Dr. Jón Hjaltalín, biskup herra Helgi Thordersen [sem hafði látið af bisk-
npsembætti 1866] með dóttur sinni frú Ástríði Melsteð, yfirdómari Bened. Sveinsson, kand-
■datarnir Eiríkr Magnússon ásamt Sigríði frú sinni og mágkonu Sófíu Einarsdóttur, Theodor
Jónasson, Þorvaldr Björnsson; kaupmennirnir Árni Sandholt, N. Knudtzon, Lefolie, Svb.
Jakobsen og C. Siemsen, en þeir N.RBryde og E.Thomsen fóru í land við Vestmannaeyjar;
Brockhaus góðfrægr bókasölumaðr frá Leipzig, Svendsen hljóðfæraleikari frá Noregi; hús-
frúrnar Kristiana Jónassen og kvinna Suhrs bókhaldara ásamt tveimur börnum þeirra, og
fröken Benedicte Amesen, dóttir rektors Páls Ámasonar sál. hins nafnkunna málfræðings
j^Sj'iöfundat' orðabókanna." Sjá Þjóðólf 19. árg. (24. júní 1867) nr. 34, bls. 137.
Sjá auglýsingu í Þjóðólfi 19. árg. (27. mars 1867) nr. 22-23, bls. 96. Geta má þess að eitt
Kugúdi jafngilti 30 ríkisdölum og að í einum ríkisdal voru sex mörk.