Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2001, Blaðsíða 66

Andvari - 01.01.2001, Blaðsíða 66
64 PÁLL BJÖRNSSON ANDVARI samlegum vinnubrögðum. Loftslagið er alls ekki svo erfitt. En fólk gerir bara ekkert í hlutunum.“63 Einnig lýsti hann verslunarháttum í landinu, meðal annars hinum mjög svo útbreiddu viðskiptum í reikning. Ekki kvarta kaup- mennirnir erlendu við hann um viðskiptin enda kemur til dæmis fram að Siemsenverslunin hafi á þessum tíma haft yfir eitt þúsund manns í reikn- ingi.64 Erlendir kaupmenn, einkum danskir, sem voru ráðandi í versluninni í Reykjavík, höfðu með sér verðsamráð og virtist Brockhaus heldur ekki sjá neitt athugavert við það.65 Annars er eftirtektarvert að ýmsir hinna erlendu kaupmanna sem hann ræddi við á Islandi, þar á meðal Lefolii og Carl Siemsen, menn sem hann fór fögrum orðum um, voru svartsýnir á stöðu mála hérlendis, raunar svo mjög að Brockhaus þótti alveg nóg um.66 Þá fannst honum hinir íslensku líberalistar, með Jón Sigurðsson í broddi fylkingar, ekki vera nægilega raunsæir: „Hinn komungi íslenski líberalismi, sem fyrst og fremst vill sýna andstöðu við Danmörku, mun varla færa landinu blessun. Hörð hugmyndafræði dugar nú lítið fyrir eyjuna. Nú þarf fyrst að leysa praktísk verkefni ....“67 Að mati Brockhaus vantaði landið rétta leið- togann: „Island þarfnast manns sem er íslenskur föðurlandsvinur en getur jafn- framt staðið fyrir framkvæmdum og þannig haft skilning á því hvemig beina mætti þeirri föðurlandsást sem fyrir hendi er í rétta átt.“68 Þótt hann hefði mikið álit á menntamanninum Jóni Sigurðssyni, taldi hann Jón greinilega ekki rétta manninn til að leysa þetta verkefni vel af hendi. Eftir að hafa varið heilu kvöldi í „góðar samræður“ við Jón forseta, þar sem þeir sátu hlið við hlið í einu boðinu, færði Brockhaus í dagbók sína að sér fyndist Jón vera einum of mikill harðlínumaður, hann krefðist of mikilla fjármuna frá Dönum.69 Hér skein aftur í gegn sú mikla áhersla sem Brockhaus lagði á sjálfshjálp. Því voru viðhorf hans til landsmanna fjarri því að vera rómantísk. Hann kom til dæmis ekki hingað til lands í því augnamiði að lesa Islendingasög- umar úr landslaginu, eins og samlandi hans Konrad Maurer. Einnig skar hann sig úr þeim fjölda erlendra ferðalanga er litu á íslendinga sem börn náttúr- unnar, frumstætt fólk og óalandi. Þó voru einstaka menn, eins og til dæmis William Morris, sem fannst það vera einn af höfuðkostum íslendinga hvað þeir væru ómenguð náttúruböm; slíkt gerði þá að hentugum fyrirmyndum í andófi hans og annarra gegn iðnaðarsamfélögum nútímans.70 Slíkur þanka- gangur hefði heldur ekki verið Brockhaus að skapi. Athyglisverð eru ummæli Brockhaus um tvo af borgurum Reykjavíkur. Um Sigurð málara sagði hann að þótt hann virtist hafa listamannshæfileika, væri hann algerlega kraftlaus. Og um Sigfús Eymundsson, sem hafði komið með fyrstu myndavélina til landsins árið áður, sagði hann að sér fyndist miður að þessum unga manni skyldi ekki hafa hugkvæmst að taka bæjarlifs- og landslagsmyndir. „Að það skuli ekki vera einhver sem gæti blásið þessum Islendingum meiri hagsýni og kraft í brjóst!“ voru niðurlagsorð Brockhaus
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.