Andvari - 01.01.2001, Side 66
64
PÁLL BJÖRNSSON
ANDVARI
samlegum vinnubrögðum. Loftslagið er alls ekki svo erfitt. En fólk gerir bara
ekkert í hlutunum.“63 Einnig lýsti hann verslunarháttum í landinu, meðal
annars hinum mjög svo útbreiddu viðskiptum í reikning. Ekki kvarta kaup-
mennirnir erlendu við hann um viðskiptin enda kemur til dæmis fram að
Siemsenverslunin hafi á þessum tíma haft yfir eitt þúsund manns í reikn-
ingi.64 Erlendir kaupmenn, einkum danskir, sem voru ráðandi í versluninni í
Reykjavík, höfðu með sér verðsamráð og virtist Brockhaus heldur ekki sjá
neitt athugavert við það.65 Annars er eftirtektarvert að ýmsir hinna erlendu
kaupmanna sem hann ræddi við á Islandi, þar á meðal Lefolii og Carl
Siemsen, menn sem hann fór fögrum orðum um, voru svartsýnir á stöðu mála
hérlendis, raunar svo mjög að Brockhaus þótti alveg nóg um.66
Þá fannst honum hinir íslensku líberalistar, með Jón Sigurðsson í broddi
fylkingar, ekki vera nægilega raunsæir: „Hinn komungi íslenski líberalismi,
sem fyrst og fremst vill sýna andstöðu við Danmörku, mun varla færa landinu
blessun. Hörð hugmyndafræði dugar nú lítið fyrir eyjuna. Nú þarf fyrst að
leysa praktísk verkefni ....“67 Að mati Brockhaus vantaði landið rétta leið-
togann: „Island þarfnast manns sem er íslenskur föðurlandsvinur en getur jafn-
framt staðið fyrir framkvæmdum og þannig haft skilning á því hvemig beina
mætti þeirri föðurlandsást sem fyrir hendi er í rétta átt.“68 Þótt hann hefði
mikið álit á menntamanninum Jóni Sigurðssyni, taldi hann Jón greinilega ekki
rétta manninn til að leysa þetta verkefni vel af hendi. Eftir að hafa varið heilu
kvöldi í „góðar samræður“ við Jón forseta, þar sem þeir sátu hlið við hlið í
einu boðinu, færði Brockhaus í dagbók sína að sér fyndist Jón vera einum of
mikill harðlínumaður, hann krefðist of mikilla fjármuna frá Dönum.69 Hér
skein aftur í gegn sú mikla áhersla sem Brockhaus lagði á sjálfshjálp.
Því voru viðhorf hans til landsmanna fjarri því að vera rómantísk. Hann
kom til dæmis ekki hingað til lands í því augnamiði að lesa Islendingasög-
umar úr landslaginu, eins og samlandi hans Konrad Maurer. Einnig skar hann
sig úr þeim fjölda erlendra ferðalanga er litu á íslendinga sem börn náttúr-
unnar, frumstætt fólk og óalandi. Þó voru einstaka menn, eins og til dæmis
William Morris, sem fannst það vera einn af höfuðkostum íslendinga hvað
þeir væru ómenguð náttúruböm; slíkt gerði þá að hentugum fyrirmyndum í
andófi hans og annarra gegn iðnaðarsamfélögum nútímans.70 Slíkur þanka-
gangur hefði heldur ekki verið Brockhaus að skapi.
Athyglisverð eru ummæli Brockhaus um tvo af borgurum Reykjavíkur.
Um Sigurð málara sagði hann að þótt hann virtist hafa listamannshæfileika,
væri hann algerlega kraftlaus. Og um Sigfús Eymundsson, sem hafði komið
með fyrstu myndavélina til landsins árið áður, sagði hann að sér fyndist
miður að þessum unga manni skyldi ekki hafa hugkvæmst að taka bæjarlifs-
og landslagsmyndir. „Að það skuli ekki vera einhver sem gæti blásið þessum
Islendingum meiri hagsýni og kraft í brjóst!“ voru niðurlagsorð Brockhaus