Andvari - 01.01.2001, Blaðsíða 28
26
ÁRNI BJÖRNSSON
ANDVARI
Fáir áttu stærri hlut að uppbyggingu Landspítalans en próf. Snorri. Hann mun
hafa verið í ráðum um flestar framkvæmdir á Landspítalalóðinni. Hún var
starfsvettvangur hans við lækningar og kennslu og má vera að mörk hennar
hafi á stundum byrgt honum sýn.
Hér er átt við það að jafnvel einlægustu föðurlandsvinum getur sést
yfir það sem verða má fósturjörðinni til gæfu, ef áhrif þess eru ekki
augljós á þeirri stundu sem ákvarðanir eru teknar. Þannig geta ákvarð-
anir sem sýnast hagstæðar þegar þær eru teknar haft óafturkræfar
afleiðingar. Þetta á við þá ákvörðun að afhenda tannlækningadeild
Háskóla Islands húsnæði það á jarðhæð Landspítalans, sem á þeim
tíma hefði getað hentað fyrir bráðamóttöku á Reykjavíkursvæðinu,
sem þá var á hrakhólum. Þar með afsalaði stjórn Landspítalans spítal-
anum tækifæri til að verða leiðandi í öllum þáttum læknisþjónustu og
læknakennslu. Erfitt er að skýra tortryggni yfirlækna þessa tíma gagn-
vart slysa- og bráðaþjónustu. Líklegasta skýringin er að hún truflaði
daglega starfsemi meðan skurðstofurými var takmarkað og óneitan-
lega varð oft mikil röskun á skipulagðri starfsemi, meðan slysamóttak-
an fór fram á göngum og „skiptistofu“ handlækningadeildarinnar.
„Landspítalamaðurinn“ kom ekki auga á þann vaxtarbrodd læknis-
fræði sem fólginn var í bráðaþjónustunni, en sá vaxtarbroddur átti
síðar eftir að lyfta Borgarspítalanum, „hálfnauðugum“ í stöðu sem
veitti honum möguleika til að standa jafnfætis Landspítalanum, þegar
sú umdeilda ráðstöfun var gerð að sameina þessar stofnanir.
Höf. er ekki alveg ljóst hverjar hugmyndir próf. Snorri hafði um
framtíð Landspítalans, annað en það að hann vildi gera veg stofnunar-
innar sem mestan. Inn í þær hugmyndir féll áætlun sem kennd var við
Bretann dr. Weeks, sem ráðinn var til að gera áætlun um framtíð Land-
spítalans sem vísinda- og kennslustofnunar, m. ö. o. háskólaspítala.
Skv. Weeks-áætluninni, sem svo var kölluð, skyldi byggja á Land-
spítalalóð 750 rúma háskólasjúkrahús, þar sem sinna átti kennslu og
helst öllum greinum læknisþjónustu og læknavísinda, innan ákveðinna
marka. Hefði þeirri áætlun verið fylgt, hefði Landspítalinn ótvírætt
orðið leiðandi stofnun landsins í læknavísindum.
Það leiddi af sjálfu að á próf. Snorra hlóðust margskonar trúnaðar-
störf í ráðum, nefndum og félögum. í apríl 1945 var hann skipaður í
nefnd til að vinna að framhaldsundirbúningi löggjafar um heilsugæslu.
Hann átti sæti í stjórn Læknafélags Reykjavíkur 1948-50 og í Lækna-