Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2001, Side 28

Andvari - 01.01.2001, Side 28
26 ÁRNI BJÖRNSSON ANDVARI Fáir áttu stærri hlut að uppbyggingu Landspítalans en próf. Snorri. Hann mun hafa verið í ráðum um flestar framkvæmdir á Landspítalalóðinni. Hún var starfsvettvangur hans við lækningar og kennslu og má vera að mörk hennar hafi á stundum byrgt honum sýn. Hér er átt við það að jafnvel einlægustu föðurlandsvinum getur sést yfir það sem verða má fósturjörðinni til gæfu, ef áhrif þess eru ekki augljós á þeirri stundu sem ákvarðanir eru teknar. Þannig geta ákvarð- anir sem sýnast hagstæðar þegar þær eru teknar haft óafturkræfar afleiðingar. Þetta á við þá ákvörðun að afhenda tannlækningadeild Háskóla Islands húsnæði það á jarðhæð Landspítalans, sem á þeim tíma hefði getað hentað fyrir bráðamóttöku á Reykjavíkursvæðinu, sem þá var á hrakhólum. Þar með afsalaði stjórn Landspítalans spítal- anum tækifæri til að verða leiðandi í öllum þáttum læknisþjónustu og læknakennslu. Erfitt er að skýra tortryggni yfirlækna þessa tíma gagn- vart slysa- og bráðaþjónustu. Líklegasta skýringin er að hún truflaði daglega starfsemi meðan skurðstofurými var takmarkað og óneitan- lega varð oft mikil röskun á skipulagðri starfsemi, meðan slysamóttak- an fór fram á göngum og „skiptistofu“ handlækningadeildarinnar. „Landspítalamaðurinn“ kom ekki auga á þann vaxtarbrodd læknis- fræði sem fólginn var í bráðaþjónustunni, en sá vaxtarbroddur átti síðar eftir að lyfta Borgarspítalanum, „hálfnauðugum“ í stöðu sem veitti honum möguleika til að standa jafnfætis Landspítalanum, þegar sú umdeilda ráðstöfun var gerð að sameina þessar stofnanir. Höf. er ekki alveg ljóst hverjar hugmyndir próf. Snorri hafði um framtíð Landspítalans, annað en það að hann vildi gera veg stofnunar- innar sem mestan. Inn í þær hugmyndir féll áætlun sem kennd var við Bretann dr. Weeks, sem ráðinn var til að gera áætlun um framtíð Land- spítalans sem vísinda- og kennslustofnunar, m. ö. o. háskólaspítala. Skv. Weeks-áætluninni, sem svo var kölluð, skyldi byggja á Land- spítalalóð 750 rúma háskólasjúkrahús, þar sem sinna átti kennslu og helst öllum greinum læknisþjónustu og læknavísinda, innan ákveðinna marka. Hefði þeirri áætlun verið fylgt, hefði Landspítalinn ótvírætt orðið leiðandi stofnun landsins í læknavísindum. Það leiddi af sjálfu að á próf. Snorra hlóðust margskonar trúnaðar- störf í ráðum, nefndum og félögum. í apríl 1945 var hann skipaður í nefnd til að vinna að framhaldsundirbúningi löggjafar um heilsugæslu. Hann átti sæti í stjórn Læknafélags Reykjavíkur 1948-50 og í Lækna-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.