Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2001, Page 76

Andvari - 01.01.2001, Page 76
74 AÐALGEIR KRISTJÁNSSON ANDVARI dagbókinni kom hann síðast í tíina hjá Bomemann 14. júlí. Undir lok sama árs segist hann vera farinn að stunda stjómarfræði, „kameralistik“ og sækja fyrirlestra um bústjóm landa eða ríkja og iðnað. „Þykir mér það skemmtilegt og fróðlegt og vildi fljótt geta lokið því af og náð prófi“ (GB. Dagbók, 270). Þessi bóla hjaðnaði svo til um leið og hún varð til. Gísli varð styrkþegi Arnasjóðs á miðju sumri 1848. Þrettánda júlí skýrði hann svo frá í dagbók sinni að kona Jóns Sigurðssonar hefði sagt að „eg hefði fengið stípendíið, eg vissi það átti að veita það í dag. Eg þakka fyrir mig. Til Jóns uppá Sívalatumi, gengum um Vegg og Löngulínu“ (tilv. rit, 246). Hér er ugglaust um styrkþegastöðu Amasjóðs að ræða sem hann hlaut ásamt Brynj- ólfi Snorrasyni frænda sínum þann sama dag. Þar með var háskólanámi hans lokið, enda var hugur hans farinn að beinast að fornum íslenskum fræðum eins og greinilega má sjá af dagbók hans. Þeir Gísli og Brynjólfur komu í stað Jóns Sigurðssonar og Konráðs sem styrkþegar. Sama ár tók hann sæti í útgáfunefnd Nýrrafélagsrita, skrifaði greinar í þau um ýmis efni og birti þar kvæði sín. Hann átti sæti í útgáfunefndinni fram til ársins 1860, enda var þá skammt að bíða vinslita hans og Jóns Sigurðssonar. Eins og nær allir íslensk- ir námsmenn gekk Gísli í Hafnardeild Bókmenntafélagsins og skrifaði frétt- imar í Skírni „frá nýári 1850 til nýárs 1851“ í 25. árgang. Gísli Brynjúlfsson virðist hafa verið nokkuð óráðinn hvað hann ætti til bragðs að taka um þetta leyti. í bréfasafni hans er að finna bréf frá C. C. Rafni dagsett 8. maí 1850 þar sem fram kemur að daginn áður hafi hann leit- að ráða hjá Rafni um hvað hann ætti að taka sér fyrir hendur til að öðlast embættisframa. Rafn sagðist vilja „paa bedste Maade, saa godt det staaer i min Magt, at raade Dem for Deres Fremtid.“ Gísli virðist hafa reifað þá möguleika sem stjómlagafræðin byði upp á við Rafn því að Rafn sneri sér fyrst að henni. Næst kom Rafn að magistersprófi og hagnýtu gildi þess. Eftir að hafa sagt kost og löst á þessu tvennu sagði hann að Gísli yrði sjálfur að ákveða hvort hann heldur kysi að gerast starfs- maður í ráðuneytunum og taka próf í stjómlagafræði, eða „gaae Skoleveien“, en þá yrði hann að taka háskólapróf í málfræði „store Philologicum“, annars væri þar einskis frama að vænta. Að síðustu ráðlagði Rafn Gísla eindregið að forðast norræn fræði (Nks.3263, 4to). Brynjólfur Snorrason lést sumarið 1850 og það kom í hlut Gísla að ganga frá skýringum Brynjólfs við Flores sögu og Blankiflúr sem kom út að Brynj- ólfi látnum. í bréfi sem Þorleifur Repp skrifaði Gísla 3. júlí 1850 kemur fram að honum þótti vel fara að Gísli kæmi í stað frænda síns Brynjólfs Snorra- sonar á vettvangi fræðanna. í bréfinu komst Þorleifur svo að orði: Eg hefi komist að því að honum Wegener [leyndarskjalaverðil þykir vera nauðsynligt að setja Islending til að vera Stipendiar við Geheime Archivið í staðinn fyri[r] bræðrung yðar hann Brynjúlf sál. Eg sagði manninum sem gat þessa við mig: „Þá veit eg hvem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.