Andvari - 01.01.2001, Blaðsíða 103
andvari
SVIÐSETNING Á ÆVI KRISTS
101
hlífa Eitli við of mikilli yfirferð í upphafi ferðar (bls. 13)2. Þó að í bókinni
komi fram að „Á aðventusunnudag [komi] þessi ganga hans inn eftir sveit-
mni upp til heiða í stað kirkjugöngu.“ (bls. 13) þá er augljóst að hann er ekki
frábitinn kirkjunni. Það birtist m. a. í því að „áður en hann fór heiman að,
[hafði hann] setið á rúmi sínu í baðstofunni og lesið texta dagsins, Matt. 21,
um innreið Jesú í Jerúsalem.“ Sögumaður heldur áfram á þá leið að Benedikt
hafi sjálfur bætt við spaklegri og rólegri túlkun prestsins í huganum (bls.
13-14). Augljóst er af þessu að Benedikt reynir þannig að bæta sér upp
messumissinn og tengir ritningarlestur sinn greinilega því sem fram fer í
kirkjunni.
Annað dæmi um kirkjurækni Benedikts birtist þegar vika er liðin af för
hans og honum verður hugsað til þess að „stundum [hefði] hann verið kom-
mn aftur þennan dag, kominn heim á ný, allir erfiðleikamir verið um garð
§engnir, kindunum borgið og hann setið með hugann fullan af þakklæti og
helgi í litlu kirkjunni heima og heyrt prestinn tala um skerf ekkjunnar.“ (bls.
55). í raun er þessi athöfn Benedikts mjög í anda Krists, sem vissulega sótti
samkundur á hvíldardeginum (Lk 4:16) en braut samt hvíldardaginn með því
að lækna á honum (sjá Mt 12:1-14, Mk 2:23-28 og Lk 6:1-11). í Matteus-
arRuðspjalli 12:11 er beinlínis talað um að bjarga sauðkind á hvíldardegi.
^etta minnir óneitanlega á starf Benedikts sem fórnar allri aðventunni og jól-
Unum til þess að bjarga sauðum af heiði. Gunnar Jóhannes telur vinnu Bene-
dikts á jólunum vera tákn um skeytingarleysi hans gagnvart kirkjunni og
trúnni, en honum virðist hins vegar yfirsjást að háttemi Krists sé Benedikt
lyrirmynd. Að vísu fær Benedikt ekki skammir fyrir að taka kindurnar fram
yfir helgihaldið, eins og Kristur, en tengslin eru þó augljós.
Eins og áður er getið bendir Gunnar Jóhannes á að Benedikt leggst ekki á
h®n, ákallar hvergi Guð né þakkar honum björgun sína. Vissulega er þetta
rétt en Gunnari Jóhannesi virðist yfirsjást að Benedikt hugsar oft til Guðs og
le§gur örlög sín í hendur hans. Benedikt telur t. d. að maður verði að taka því
Sem Guð gefur (bls. 16) og hann lofar skaparann fyrir hlutskipti sitt og hið
hrjóstruga land (bls. 40). Eina djúpstæða angist Benedikts snýst um það hver
ei§i að taka við er hann hverfur til forfeðra sinna. Hann sefast við tilhugsun-
lr>a um að skaparinn muni sjá um eftirmann (bls. 65-66). Benedikt þarf ekki
að leggjast á bæn því hann hefur sætt sig við hlutskipti sitt í lífinu. Eins og
Se§ir í Aðventu þá er hann „bara einfaldur alþýðumaður og annarra hjú, og
annars væntir hann ekki, né kærir sig um að verða, ekki einu sinni í Himna-
J'lhi - ekki nú orðið.“ (bls. 21). Benedikt framkvæmir ekki vegna þess að
tann búist við launum að lokum heldur vegna ástar sinnar á Guði. Hvatir
hans eru hreinar og hann þarf ekki lengur að varpa draumum sínum yfir í
handanheim í sefjunarskyni.