Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2001, Side 78

Andvari - 01.01.2001, Side 78
76 AÐALGEIR KRISTJÁNSSON ANDVARI Gísla komst hann svo að orði að hann væri þekktur af Norðurfara og sem skáld og fomfræðingur og hvort tveggja kæmi fram á þinginu. Hann væri málliprastur þingmanna og rómurinn hinn snjallasti og svo fagurlega máli farinn að Reykjavíkurfrúm þætti yndi á að hlýða. Málflutningurinn væri fjör- ugur og ákafur og orðgnóttin eftir því. Hendingar úr fornum kvæðum kæmu oft fram á varir hans og stundum mælti hann stökur af munni fram. Ræður hans væru hinar skemmtilegustu, en hefðu lítil áhrif á skoðanir manna. Þær væm betur búnar að málskrúði en rökum. Hann væri of háfleygur fyrir bænd- ur sem þætti sumt gripið úr lausu lofti hjá honum, en hann væri hið mesta góðmenni og hinn frjálslyndasti og fús að leggja góðum málum lið. Engu að síður vænti Sveinn þess að Gísli mundi koma að góðu gagni á þingi með mælsku sinni og frjálslyndi þegar hann hefði kynnt sér málefni landsins betur, „en á þessu þingi virtist stundum sem hann gæti ekki takmarkað mælsku sína og fjölfræði, er stundum fóru land úr landi víða um heim“ (Norðri 1859, 98-99). Um þetta leyti voru deilumar um hversu ráða skyldi niðurlögum fjárkláð- ans í algleymingi. Jón Sigurðsson vildi gera það með lækningum en Norð- lendingar með Pétur Havstein amtmann sinn í fylkingarbrjósti vildu beita niðurskurði. Skagfirðingar kusu Gísla í þeirri trú að hann væri einnig hlynnt- ur honum, en með því komst hann í andstöðu við Jón Sigurðsson, sem lét svo um mælt að Gísli og Arnljótur Olafsson hefðu svikið sig. Eftir þetta hrönn- uðust ágreiningsefnin upp milli Gísla og Jóns uns úr varð fullur fjandskapur. Vonin sem brást - prófessorsstaða í Lundi Eftir að þingmennsku Gísla lauk leit svo út um skeið sem hann ætti kost á prófessorsstarfi í Lundi í Svíþjóð. Á sænska ríkisdeginum 1856-58 var ákveð- ið að stofna prófessorsembætti í norrænum málum við háskólana í Lundi og Uppsölum. Carl Sáve varð prófessor í Uppsölum 26. ágúst 1859, en C. A. Hagberg varð prófessor í Lundi 1858. Hann hafði áður kennt fagurfræði og bókmennta- og listasögu við háskólann. Hagberg lést 9. janúar 1864 og þegar var farið að huga að eftirmanni hans. Ekki þarf um að spyrja að Gísla hefir sýnst þetta álitlegur kostur og leitaði eftir meðmælum kennara Hafnarháskóla. I hópi þeirra var George Stephens prófessor í fornensku, enskri tungu og bókmenntum við Hafnarháskóla. Meðmæli hans eru dagsett 1. mars 1864. Þar komst hann svo að orði að Gísli hefði ekki einungis „extreme and minute“ þekkingu á bókmenntum þjóðar sinnar í bundnu og óbundnu máli, heldur þekki hann einnig enskar bókmenntir allt frá Beowulf og bókmenntir Norðurlanda til Runebergs og Tegnérs. Prentaðar ritgerðir Gísla séu þekktar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.