Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2001, Side 43

Andvari - 01.01.2001, Side 43
andvari ÚTLENDINGAR Á ÍSLANDI Á MIÐÖLDUM 41 „ríkur að peningum og kappsamur“. Hann fer til íslands og hittir þar fyrir Jökul og Einar Hólmkelssyni, bræður Ketilríðar. Tók stýrimaður vel við þeim og spurði þá margs. Þeir voru og léttir at tiðindum. Spurði hann að hýbýlum, en þeir sögðu hvergi betra en að Fossi hjá föður sinum, - „eigum vic systur svo fríða og kurteisa, að engin finnst hennar líki. Viljum við geia v°rt c' Þu V1 > að eiga hana eður takir þú hana frillutaki. Viljum við bjóða þér þangað til vistarmeð okkur.“ Stýrimanni þótti þetta mjög fýsilegt. Segist hann og þangað fara munu ... Fór svo að „með atgangi þeirra bræðra gifti Hólmkell Hákoni Ketilríði, og lagði hún þar ekki jáorð til. Ætlaði Hákon að festast hér á Islan 1 ••• lokum lætur hann lífið hér.51 Enda þótt Hákon hinn víkverski sé að öllum li - indum skálduð persóna gegnir öðru máli um nafna hans, Hákon galtn Bot- ólfsson, sem barðist með Þórði kakala. Hann náði að kvongast á Islandt vet- urinn 1244-1245, enda þótt ekki nyti hann hjónabandssælunnar lengi. Öðrum Austmönnum lánaðist betur. Þórir Arnþórsson tottur var milligöngu- maður þegar ákveðið var að Þórður kakali og Gissur Þorvaldsson skyldu skjóta málum sínum til konungs 1246.53 Hann gerðist vinur Gissurar og gekk að lokum að eiga Herdísi Einarsdóttur, bróðurdóttur Gissurar, a Jonsmessu 1254. „Var þar drukkit fast“, enda margt norrænna manna í brúðkaupinu Þórir bjó upp frá því á ættaróðalinu að Haukadal. Ekki færðu þær magsem ir Þóri rólegt líf. Hann slapp naumlega úr Flugumýrarbrennu 1253 og bjarg- ar sér í kirkju eftir bardagann í Geldingaholti 1255. _ . Þórir var ekki fyrsti Austmaðurinn sem kvæntist inn í höfðingjaætt Kagn- heiður Þórhallsdóttir giftist Austmanninum Amþóri eftir að broður hennar, Þorláki Skálholtsbiskupi, tekst að stía þeim Jóni Loftssyni í sundur, „og kom frá þeim margt manna“.56 Helga, systir Sturlusona, gengur að eiga Solmund Austmann, og er sonur þeirra Egill í Reykholti, einn af helstu hö íngjum Sturlungaaldar.57 Talið er fullvíst að Austmaðurinn Olafur tottur se faðir Erlends lögmanns hins sterka.58 Sonur hans, Haukur lögmaður Erlendsson, er raunar tregur við að rekja ætt sína í beinan karllegg, einkum ef miðað er við að hann rekur móðurætt Erlends æ ofan í æ í Hauksbók. Hefur Olafur vænt- anlega verið ættsmár en framast við að eignast dóttur goðorðsmanns. IV. Voru útlendingar jaðarmenn ? Konungar sóttust eftir viðskiptum við erlenda kaupmenn og reyndu að efla verslun þeirra í ríkinu með ýmsum aðgerðum. Þannig mynduðust nýlendur Þýskra kaupmanna í flestum bæjum Danmerkur á 13. öld. A síðari hluta ald- arinnar verður vart við viðleitni borgara (t. d. í Kaupmannahöfn) til að efla
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.