Andvari - 01.01.2007, Side 8
6
GUNNAR STEFÁNSSON
ANDVARI
Valsson og Sveinn Yngvi Egilsson. Matthías Johannessen gaf árið 1993 út í
bók hugleiðingar sínar Um Jónas. A árinu 1999 komu út fjögur rit sem varða
skáldið: Nú heilsar þér á Hafnarslóð. Ævir og örlög í höfuðborg Islands
1800-1850 eftir Aðalgeir Kristjánsson, Skyggnst á bak við ský, ritgerðir sem
ekki síst fjalla um dýpri trúarhugmyndir að baki nokkurra ljóða Jónasar,
eftir Svövu Jakobsdóttur, Arfur og umbylting. Rannsókn á íslenskri rómantík
eftir Svein Yngva Egilsson og loks Jónas Hallgrímsson. Ævisaga eftir Pál
Valsson. Um fjórar síðasttaldar bækur fjallaði Þórir Oskarsson í ritgerð hér
í Andvara 2000. Vafalaust hafa flestir lesið bók Páls Valssonar af þeim sem
hér voru nefndar, af henni má fá rækilegt og vel samið yfirlit um ævi og verk
skáldsins.
*
Hvernig horfir Jónas Hallgrímsson við samtímanum, hvaða hljómgrunn eiga
hugmyndir hans meðal okkar nú? Það er jafnan örðugt og raunar tilgangs-
lítið að leggja mælikvarða nútímans á fyrri alda menn. Vantar þó ekki að
það sé reynt þegar stjórnmálamenn eiga í hlut, eða telja ekki menn úr öllum
flokkum sjálfsagt að votta Jóni Sigurðssyni virðingu sína og aðdáun? Og
Jónas Hallgrímsson var líka stjórnmálamaður, Fjölnir var vitaskuld pólit-
ískt rit í víðum skilningi. Pólitískur boðskapur ritsins kom þó einkum frá
Tómasi Sæmundssyni, en tveggja alda afmælis hans hefur líka verið minnst á
þessu ári. Eftir hann er stefnuskrá ritsins í fyrsta árgangi 1835. Jónas Jónsson
frá Hriflu ritar svo um Fjölni: „En mest varð fylgi Fjölnis meðal ungra og
bjartsýnna manna á íslandi. Suðrænar frelsishugmyndir höfðu borizt til
landsins eftir ósýnilegum leiðum. Fjölnir varð í þeirra augum tákn hins
nýja tíma. Hugsjónamenn þjóðarinnar tóku vel hinum óskráðu boðorðum
Fjölnismanna:
fslendingar viljum vér allir vera.
Vér viljum vernda mál vort og þjóðerni.
Vér viljum hafa alþingi á Þingvöllum.“ (Saga Islendinga VIII, 331).
Síðasttalin stefnumörkun varð fljótlega undir. Jón Sigurðsson kvað hana
niður og Alþingi var „endurreist“ í Reykjavík árið sem Jónas Hallgrímsson
lést. Á þessu ári hefur Sigurður Fíndal fjallað í erindi um hugmyndir Tómasar
Sæmundssonar um Alþingi og þingstaðinn og telur þær hafa mjög verið
rangtúlkaðar og affluttar, fyrst af Jóni Sigurðssyni og síðan mörgum höf-
undum sem gengu í spor hans. En það var óhjákvæmileg söguleg þróun að
þingið yrði háð í Reykjavík, þótt til væru rómantískir menn á síðustu öld sem
hörmuðu þá niðurstöðu. En hvað um fyrri boðorðin tvö?
„íslendingar viljum vér allir vera.“ Þessi setning hljómar líklega tvíræð í
upphafi tuttugustu og fyrstu aldar. Einn þeirra sem samið hafa rit um Jónas á
afmælisárinu, Böðvar Guðmundsson, var spurður í útvarpsviðtali hvað greindi
\
J