Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2007, Side 8

Andvari - 01.01.2007, Side 8
6 GUNNAR STEFÁNSSON ANDVARI Valsson og Sveinn Yngvi Egilsson. Matthías Johannessen gaf árið 1993 út í bók hugleiðingar sínar Um Jónas. A árinu 1999 komu út fjögur rit sem varða skáldið: Nú heilsar þér á Hafnarslóð. Ævir og örlög í höfuðborg Islands 1800-1850 eftir Aðalgeir Kristjánsson, Skyggnst á bak við ský, ritgerðir sem ekki síst fjalla um dýpri trúarhugmyndir að baki nokkurra ljóða Jónasar, eftir Svövu Jakobsdóttur, Arfur og umbylting. Rannsókn á íslenskri rómantík eftir Svein Yngva Egilsson og loks Jónas Hallgrímsson. Ævisaga eftir Pál Valsson. Um fjórar síðasttaldar bækur fjallaði Þórir Oskarsson í ritgerð hér í Andvara 2000. Vafalaust hafa flestir lesið bók Páls Valssonar af þeim sem hér voru nefndar, af henni má fá rækilegt og vel samið yfirlit um ævi og verk skáldsins. * Hvernig horfir Jónas Hallgrímsson við samtímanum, hvaða hljómgrunn eiga hugmyndir hans meðal okkar nú? Það er jafnan örðugt og raunar tilgangs- lítið að leggja mælikvarða nútímans á fyrri alda menn. Vantar þó ekki að það sé reynt þegar stjórnmálamenn eiga í hlut, eða telja ekki menn úr öllum flokkum sjálfsagt að votta Jóni Sigurðssyni virðingu sína og aðdáun? Og Jónas Hallgrímsson var líka stjórnmálamaður, Fjölnir var vitaskuld pólit- ískt rit í víðum skilningi. Pólitískur boðskapur ritsins kom þó einkum frá Tómasi Sæmundssyni, en tveggja alda afmælis hans hefur líka verið minnst á þessu ári. Eftir hann er stefnuskrá ritsins í fyrsta árgangi 1835. Jónas Jónsson frá Hriflu ritar svo um Fjölni: „En mest varð fylgi Fjölnis meðal ungra og bjartsýnna manna á íslandi. Suðrænar frelsishugmyndir höfðu borizt til landsins eftir ósýnilegum leiðum. Fjölnir varð í þeirra augum tákn hins nýja tíma. Hugsjónamenn þjóðarinnar tóku vel hinum óskráðu boðorðum Fjölnismanna: fslendingar viljum vér allir vera. Vér viljum vernda mál vort og þjóðerni. Vér viljum hafa alþingi á Þingvöllum.“ (Saga Islendinga VIII, 331). Síðasttalin stefnumörkun varð fljótlega undir. Jón Sigurðsson kvað hana niður og Alþingi var „endurreist“ í Reykjavík árið sem Jónas Hallgrímsson lést. Á þessu ári hefur Sigurður Fíndal fjallað í erindi um hugmyndir Tómasar Sæmundssonar um Alþingi og þingstaðinn og telur þær hafa mjög verið rangtúlkaðar og affluttar, fyrst af Jóni Sigurðssyni og síðan mörgum höf- undum sem gengu í spor hans. En það var óhjákvæmileg söguleg þróun að þingið yrði háð í Reykjavík, þótt til væru rómantískir menn á síðustu öld sem hörmuðu þá niðurstöðu. En hvað um fyrri boðorðin tvö? „íslendingar viljum vér allir vera.“ Þessi setning hljómar líklega tvíræð í upphafi tuttugustu og fyrstu aldar. Einn þeirra sem samið hafa rit um Jónas á afmælisárinu, Böðvar Guðmundsson, var spurður í útvarpsviðtali hvað greindi \ J
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.