Andvari - 01.01.2007, Page 17
ANDVARI
KATRÍN THORODDSEN
15
um til manns en Jón lést langt fyrir aldur fram árið 1868. Synirnir
voru Þorvaldur náttúrufræðingur, Þórður læknir, Skúli lögfræðingur
og Sigurður verkfræðingur, en auk þess átti Jón eina dóttur utan
hjónabands, „Elínu mágkonu“ eins og hún var kölluð á heimili Skúla
og Theodoru.12 Öll komu systkinin við sögu fjölskyldunnar, einkum þó
Sigurður og börn hans en samband var fremur lítið að sögn Sigurðar
Thoroddsen bróður Katrínar.13
Theodora Thoroddsen var dóttir séra Guðmundar Einarssonar prests
og þingmanns sem oftast var kenndur við Kvennabrekku í Dölum og
Katrínar Ólafsdóttur Sívertsen úr Flatey. Ættingjar Katrínar hafa áður
verið nefndir. Systur Guðmundar voru þær Þóra, móðir Matthíasar
Jochumssonar og Guðrún, amma skáldkvennanna Herdísar og Ólínu
Andrésdætra.14 Þetta frændfólk Theodoru var meðal heimilisgesta í
Vonarstræti 12 eftir að fjölskyldan flutti til Reykjavíkur. Þegar syst-
urnar komu í heimsókn voru rifjaðar upp minningar úr Breiðafirði
og kveðið við raust. María Thoroddsen yngsta barn þeirra Skúla og
Theodoru segir frá því í dagbók sinni árið 1922 að þær systur hafi
verið í heimsókn ásamt Sigurði Nordal: „Þau kváðu svo undir tóku
grundir“.15
Séra Guðmundur og Katrín eignuðust 15 börn en aðeins þrjú þeirra
náðu fullorðinsaldri. Það er auðvelt að ímynda sér hvílík áhrif þessi
barnamissir hefur haft á heimilislífið. Auk Theodoru komust þau
Astríður og Ólafur á legg. Miklir kærleikar voru með þeim systrum
sem báðar náðu háum aldri.16 Foreldrar þeirra voru fylgjandi kvenrétt-
indum og skrifaði séra Guðmundur fyrstur manna hér á landi grein
um nauðsyn aukinnar menntunar fyrir konur.17 Þau hjón lágu ekki á
stuðningi sínum við málefnið því þegar Kvennaskólinn í Reykjavík var
stofnaður 1874 var Astríður skráð til náms og var í fyrsta árgangi skól-
ans. Theodora fór í skólann þegar hún hafði aldur til og sat í honum vet-
urinn 1879-1880.18 Ástríður giftist Pétri Thorsteinsson athafnamanni
og átti með honum fjölda barna. Mörg þeirra, sérstaklega málarinn
Guðmundur Thorsteinsson (Muggur) voru í miklu vinfengi við fólkið
í Vonarstræti 12. Ólafur bróðir Theodoru var læknir og var kvæntur
Margréti Ólsen,19 enn einni kvenréttindakonunni og mikilli vinkonu
Theodoru. Meðal ættingja sem komu í heimsókn til Skúla og Theodoru
voru því skáld, málarar, stjórnmála- og menntamenn sem og kvenrétt-
indakonur.