Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2007, Page 20

Andvari - 01.01.2007, Page 20
18 KRISTÍN ÁSTGEIRSDÓTTIR ANDVARI Vonarstræti og varð húsið númer 12 þar sem það stendur enn. Þetta var sannkallað stórhýsi, tvær hæðir, ris, kjallari og bakhús þar sem prentsmiðj- unni var komið fyrir. í húsinu var miðstöðvarkynding sem var nýmæli í bænum.29 í höfuðstaðnum voru þau Skúli og Theodora komin í návígi við miðstöð félagslífs og stjórnmála í landinu. Börnin voru hvert á fætur öðru að hefja menntaskóla- og háskólanám og því hefur eflaust verið mun hag- stæðara að flytja til Reykjavíkur. Arið 1904 var reglugerð menntaskólans breytt og hann opnaður stúlkum en áður höfðu þær mátt lesa utanskóla. Aðeins ein stúlka hafði tekið stúdentspróf frá skólanum til þess tíma, Elínborg Jacobsen, sem ættuð var frá Færeyjum. Fyrsta stúlkan sem settist í skólann var Laufey Valdimarsdóttir, dóttir kvenréttindakonunnar Bríetar Bjarnhéðinsdóttur.30 Dætur þeirra Skúla og Theodoru fóru í menntaskól- ann en aðeins Katrín lauk stúdentsprófi, hinar tóku gagnfræðapróf. Árið 1908 hófst með bæjarstjórnarkosningum í Reykjavík þegar kvennalisti var boðinn fram í fyrsta sinn. Eins og áður sagði var frænkan Katrín Skúladóttir Magnússon formaður Hins íslenska kven- félags í fyrsta sæti hans. Kvennalistinn vann stórsigur og kom fjórum konum inn í bæjarstjórnina. Síðar á árinu urðu svo gríðarlegar pólit- ískar deilur um „Uppkastið“ svokallaða en Skúli Thoroddsen lék stórt hlutverk í baráttunni gegn því. Frumvarpið snerist um samband Islands og Danmerkur en í því var að finna ákvæði sem ýmsir gátu ekki sætt sig við, til að mynda Skúli. Andstæðingar frumvarpsins sigruðu og kostaði það að lokum afsögn Hannesar Hafstein ráðherra. Þessi ár var Skúli meðal helstu foringja sjálfstæðisbaráttunnar.31 Til er lýsing á heimilislífinu í Vonarstræti 12 sem þótti mjög frjáls- legt. Sigurður Thoroddsen sagði þessa lýsingu mjög orðum aukna, þar hefðu gilt margar reglur32 en hún lýsir viðhorfi bréfritara til æski- legra uppeldishátta. Ögmundur Sigurðsson skólastjóri skrifaði bréf til Þorvalds Thoroddsen í janúar 1913 þar sem hann segir heimili Skúla bróður hans vera vandræðaheimili: „Börnin ælust upp í algjöru iðju- leysi og agaleysi. Með þessu uppeldisleysi yrðu þau slæpingjar, sem ekkert kynnu. Grundvallarregla Theodoru fyrir uppeldi barnanna væri algert sjálfræði, ekkert barn ætti að láta á móti sér í neinu.“33 Fjórum árum síðar hafði hann skipt um skoðun og skrifaði Þorvaldi að börn Theodoru væru efnileg. Guðmundur var þá orðinn læknir, Skúli lögfræðingur, Kristín í hjúkrunarnámi í Kaupmannahöfn og Katrín stundaði læknanám.34 Til eru nokkrar fjölskyldumyndir frá árunum eftir að fjölskyldan
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.