Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2007, Page 23

Andvari - 01.01.2007, Page 23
ANDVARI KATRÍN THORODDSEN 21 lést, aðeins 57 ára að aldri, en hann hafði lengi átt við veikindi að stríða. Theodora var orðin ekkja með fullt hús af börnum sem voru þó að halda út í heim eitt af öðru. Hún bjó við góð efni og seldi smátt og smátt eignirnar til að sjá sér og börnum sínum farborða og kosta nám þeirra.41 Haustið 1918 geisaði spænska veikin og lagðist allt heimilisfólkið í Vonarstræti 12, nema þær Theodora og Bauja. Þegar Katrín var risin úr rekkju bauð læknaneminn sig fram sem sjálfboðaliða við hjúkrun sjúklinga í Miðbæjarskólanum sem breytt hafði verið í sjúkrahús. Um það bil sem veikin var að ganga yfir varð sá stóratburður í sögu íslands að það varð frjálst og fullvalda ríki í konungssambandi við Danmörku. Sigurður bróðir Katrínar var viðstaddur athöfnina við stjórnarráðshúsið en þar var fremur fámennt vegna spænsku veikinnar.42 Þegar hér var komið sögu var heimsstyrjöldinni lokið en vopnahlé gekk í gildi 11. nóvember 1918. Katrín lauk læknanámi í byrjun árs 1921 með fyrstu einkunn og hélt þegar til útlanda í framhaldsnám. Hún lagði áherslu á fæðingar- og barnalækningar. Fyrst lá leiðin til Noregs þar sem hún vann sem kandidat á Ullevál sjúkrahúsinu í Osló frá apríl og fram í desember. Þá fór hún til Bergen þar sem hún var við störf á Haukeland sjúkra- húsinu frá janúar til desember 1922 43 Meðan Katrín var í Noregi tók Theodora virkan þátt í stjórnmálabaráttunni. Hún var í fjórða sæti kvennalistans sem bauð fram til Alþingis í landskjörinu sumarið 1922 en hann fékk einn fulltrúa kjörinn, Ingibjörgu H. Bjarnason skólastjóra Kvennaskólans í Reykjavík.44 í byrjun árs 1923 lá leið Katrínar til Kaupmannahafnar til að vinna þar í einn mánuð á Ríkisspítalanum. Þegar hún kom til Hafnar voru þar fyrir bræður hennar Bolli og Sigurður sem báðir stunduðu nám í verk- fræði. Sigurður segir frá því hve gaman var að fá systkinin í heimsókn á þessum árum en auk Katrínar áttu þau Guðmundur og Kristín leið um Kaupmannahöfn: „Auk þess hve ánægjulegt það var að fá systurnar í heimsókn nutum við líka góðs af því. Katrín trommaði okkur út á ýmsa skemmtistaði, jafnvel leikhús, og gaf okkur að éta góðan mat.‘45 Eftir Hafnarvistina hélt Katrín til Berlínar þar sem hún vann á Kaiserin Augusta Victoria Krankenhaus og Charité Krankenhaus það sem eftir lifði ársins 46
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.