Andvari - 01.01.2007, Page 24
22
KRISTÍN ÁSTGEIRSDÓTTIR
ANDVARI
Nýja konan
Á námsárum Katrínar erlendis ríkti kreppa og ólga víða í Evrópu og
í Þýskalandi var Weimarlýðveldið að stíga sín fyrstu skref. Þar ríkti
óðaverðbólga og oft kom til átaka. Þetta voru tímar þegar spurt var
margra spurninga um lífið og tilveruna, listir brutu af sér forna hlekki
og byltingin í Rússlandi kom róti á hugina en hún leiddi til stofnunar
Sovétríkjanna.47 Margt ungt fólk gekk til liðs við byltingarhreyfingar
og hafði mikla trú á að nýr tími væri að renna upp með sköpun fyr-
irmyndarríkis í austri. Katrín var í þeirra hópi. Sagnfræðingurinn
Eric Hobsbawm, sem sjálfur var kommúnisti, lýsir þróuninni í kjölfar
heimsstyrjaldarinnar fyrri þannig:
Unga fólkið sem þyrsti í að steypa kapítalismanum varð að rétttrúarkommúnistum
og taldi sig eiga samleið með alþjóðahreyfingunni sem stjórnað var frá
Moskvu; og marxismi, sem októberbyltingin hafði hafið á ný til vegs sem
byltingarsinnaða hugmyndafræði, merkti nú marxisma Marx-Engels-Lenín-
stofnunarinnar í Moskvu sem var orðin alþjóðamiðstöð rannsókna á hinum
miklu klassísku textum. Ekki voru í sjónmáli neinir aðrir sem buðust í senn
til að túlka heiminn og breyta honum eða virtust betur færir um það. Þetta var
staðan fram til 1956, ,..48
Árið sem Katrín var í Berlín voru þar nokkrir íslendingar við nám,
þar á meðal Einar Olgeirsson en þau urðu síðar samherjar í Sósíal-
istaflokknum og á þingi, auk þess sem Katrín var heimilislæknir Einars
og fjölskyldu hans.49 Einar minnist ekki á Katrínu í frásögnum af
námsárunum en ekki er ólíklegt að þau hafi hist í stórborginni. Einar
fylgdist vel með starfi kommúnista í Þýskalandi auk þess að stunda
nám og menningarlífið. Hann lýsti lífinu í Berlín á árunum upp úr 1920
með eftirfarandi hætti:
Við stúdentarnir létum ekki undir höfuð leggjast að kynnast hinu auðuga
menningarlífi Berlínar, þar sem allt fór saman sköpunargleði, ferskleiki og
róttækni. Mikil gróska var í leiklist sem öðrum greinum, mörg ný leikrit voru
sýnd undir stjórn snjallra leikstjóra.50
Lífið var þó erfitt vegna kreppunnar:
Daglegt líf í Þýskalandi bar merki þeirrar fátæktar og þrenginga, sem alþýðan
varð að þola og þeirrar baráttu, sem hún var knúin til að heyja. Kreppan