Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2007, Page 24

Andvari - 01.01.2007, Page 24
22 KRISTÍN ÁSTGEIRSDÓTTIR ANDVARI Nýja konan Á námsárum Katrínar erlendis ríkti kreppa og ólga víða í Evrópu og í Þýskalandi var Weimarlýðveldið að stíga sín fyrstu skref. Þar ríkti óðaverðbólga og oft kom til átaka. Þetta voru tímar þegar spurt var margra spurninga um lífið og tilveruna, listir brutu af sér forna hlekki og byltingin í Rússlandi kom róti á hugina en hún leiddi til stofnunar Sovétríkjanna.47 Margt ungt fólk gekk til liðs við byltingarhreyfingar og hafði mikla trú á að nýr tími væri að renna upp með sköpun fyr- irmyndarríkis í austri. Katrín var í þeirra hópi. Sagnfræðingurinn Eric Hobsbawm, sem sjálfur var kommúnisti, lýsir þróuninni í kjölfar heimsstyrjaldarinnar fyrri þannig: Unga fólkið sem þyrsti í að steypa kapítalismanum varð að rétttrúarkommúnistum og taldi sig eiga samleið með alþjóðahreyfingunni sem stjórnað var frá Moskvu; og marxismi, sem októberbyltingin hafði hafið á ný til vegs sem byltingarsinnaða hugmyndafræði, merkti nú marxisma Marx-Engels-Lenín- stofnunarinnar í Moskvu sem var orðin alþjóðamiðstöð rannsókna á hinum miklu klassísku textum. Ekki voru í sjónmáli neinir aðrir sem buðust í senn til að túlka heiminn og breyta honum eða virtust betur færir um það. Þetta var staðan fram til 1956, ,..48 Árið sem Katrín var í Berlín voru þar nokkrir íslendingar við nám, þar á meðal Einar Olgeirsson en þau urðu síðar samherjar í Sósíal- istaflokknum og á þingi, auk þess sem Katrín var heimilislæknir Einars og fjölskyldu hans.49 Einar minnist ekki á Katrínu í frásögnum af námsárunum en ekki er ólíklegt að þau hafi hist í stórborginni. Einar fylgdist vel með starfi kommúnista í Þýskalandi auk þess að stunda nám og menningarlífið. Hann lýsti lífinu í Berlín á árunum upp úr 1920 með eftirfarandi hætti: Við stúdentarnir létum ekki undir höfuð leggjast að kynnast hinu auðuga menningarlífi Berlínar, þar sem allt fór saman sköpunargleði, ferskleiki og róttækni. Mikil gróska var í leiklist sem öðrum greinum, mörg ný leikrit voru sýnd undir stjórn snjallra leikstjóra.50 Lífið var þó erfitt vegna kreppunnar: Daglegt líf í Þýskalandi bar merki þeirrar fátæktar og þrenginga, sem alþýðan varð að þola og þeirrar baráttu, sem hún var knúin til að heyja. Kreppan
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.