Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2007, Page 26

Andvari - 01.01.2007, Page 26
24 KRISTÍN ÁSTGEIRSDÓTTIR ANDVARI að láta sér nægja að vera brúða hans eftir giftinguna. Hún leitast aðeins við að gera sig sem hæfasta til að geta fylgt honum [karlmanninum] eftir í andlegum efnum, vera félagi hans og förunautur sem standi honum hvergi að baki um menntun og vitsmuni ... framar öllu öðru lifir hún í vitsmunasamneyti við hann, sem vinur hans, - jafningi hans um leið og lagskona, stalla hans um leið og ástmey. Stutta hárið er hvorki meira né minna en ytra tákn um endurmat allra gilda í viðhorfi nútímakonunnar.55 Þessi grein fékk hárin til að rísa á höfði ýmissa kvenna, til dæmis svaraði frú Guðrún Lárusdóttir rithöfundur grein Halldórs og fannst hann fara vægast sagt óvirðulegum orðum um mæður og eiginkonur.56 Halldór svaraði henni fullum hálsi en það er önnur saga. Gaman væri að vita hverju Katrín kynntist á námsárum sínum erlendis, ekki síst í Þýskalandi, en um það eru litlar heimildir. Líf hennar sýnir að hún tilheyrði hópi hinna „nýju kvenna“. Hún var sjálf- stæð, menntaði sig, sá fyrir sér sjálf og var alla tíð ógift og barnlaus. Eins og síðar kemur fram var hún kvenréttindakona sem stóð vörð um réttindi kvenna en meðal þeirra voru yfirráð yfir eigin líkama. Katrínu fannst konur ekki nýta sér réttindi sín sem skyldi. Myndir sem til eru af henni eftir að hún varð fullorðin sýna hana stuttklippta og hún greiddi hárið frá enninu. Héradslœknir í Flatey Katrín var komin heim í janúar 1924 en þá braut hún blað er hún gerð- ist fyrst kvenna héraðslæknir í Flateyjarhéraði. Hún var nú komin á æskuslóðir foreldra sinna og ættingja. Héraðið náði yfir þær eyjar sem voru í byggð á Breiðafirði og hluta af Barðaströnd. Katrín þurfti því að ferðast sjóleiðis milli eyja í alls konar veðrum.57 Hún gerði lítið úr þeim erfiðleikum er hún var spurð um dvölina í Flatey löngu síðar: ... ef þú ætlar að fara að líta á mig sem einhvern Þuríði formann vegna þessa, get ég trúað þér fyrir því að ef ég stíg út í bát, þá kemur alltaf gott veður. Ég man þó eftir að einu sinni lágum við heila nótt undir einni eyjunni sem var þó ekki nema 5-10 mín. frá Flatey, en það var vegna vélarbilunar.58 Kvennablaðið 19. júní sagði frá frama Katrínar og skrifaði:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.