Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2007, Page 32

Andvari - 01.01.2007, Page 32
30 KRISTÍN ÁSTGEIRSDÓTTIR ANDVARI lauslæti, vændi og kynsjúkdóma. Óttast var að karlmenn myndu gera sífellt meiri kröfur til kynlífsþjónustu kvenna. Það var viðtekin skoðun, sem m.a. kemur fram hjá Katrínu Thoroddsen, að kynhvöt karla væri mun sterkari en kynhvöt kvenna,85 og því óttuðust margar konur vax- andi þvinganir og nauðung í kynlífi. Aðrir andstæðingar takmarkana barneigna beittu trúarrökum, m.a. kaþólikkar, eða sögðu að þær hefðu í för með sér óæskilega mannfækkun. Það átti ekki að grípa fram fyrir hendur guðs og náttúrunnar. Ef eitthvað slíkt var gert var eina réttmæta aðferðin sú að neita sér um kynlíf.86 Þeir femínistar sem mæltu með takmörkun barneigna og fræðslu um kynlíf, og þeir urðu sífellt fleiri, bentu á nauðsyn takmarkana vegna heilsu kvenna, nefndu mikinn barna- og mæðradauða og rétt kvenna til að hafa stjórn á eigin líkama og þar með barneignum. í þeirra augum var um að ræða sjálfsákvörðunarrétt kvenna og leið til að draga úr valdi karla yfir konum. Innan verkalýðshreyfingarinnar voru einnig mjög skiptar skoðanir á takmörkunum barneigna. Annars vegar voru þeir sem litu á slíkar aðgerðir sem enn eina leið borgarastéttarinnar til að halda verkalýðnum niðri og koma í veg fyrir fjölgun hans. Einn fulltrúi þessa sjónarmiðs sneri upphafsorðum Kommúnistaávarps þeirra Marx og Engels upp á takmarkanir barneigna og sagði á þingi sósíalista árið 1913, að vofa færi nú um Evrópu, vofa fæðingarverkfalls kvenna. Þá vofu yrði að kveða niður.87 Baráttukonur eins og þær Clara Zetkin og Rosa Luxemburg höfðu miklar efasemdir um kynfræðslu. Það átti að bylta þjóðfélaginu og þá yrðu öll börn velkomin. Aðrir verkalýðsforkólfar bentu á sömu rök og baráttufólk fyrir fræðslu: heilsu mæðra, barna- og mæðradauða og endalaust brauðstrit vegna stórrar fjölskyldu. Ekkert myndi bæta kjör verkalýðsins eins og það að takmarka barneignir. Til yrði kröftugri verkalýðsstétt. Síðara sjónarmiðinu óx sífellt ásmegin og þegar Sovétríkin urðu til, voru heimilaðar fóstureyðingar, byggðar á sjálfsákvörðunarrétti kvenna. Sú heimild var afnumin í valdatíð Stalíns.88 Fæðingatíðni lækkaði jafnt og þétt og eftirspurn eftir fræðslu jókst stöðugt, hvað sem hugmyndafræðingar og leiðtogar sögðu. Fólk vildi takmarka barneignir jafnt meðal borgara sem verkalýðs.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.