Andvari - 01.01.2007, Page 33
ANDVARI
KATRÍN THORODDSEN
31
s
Ahugi á takmörkunum barneigna
Umræður um takmarkanir barneigna hófust mun seinna hér á landi
en úti í Evrópu. Ef marka má skrif lækna sem einkum létu í sér heyra
varðandi barneignir, ef eitthvað var, var stefnan sú að fjölga þyrfti þjóð-
inni.89 A landsfundum kvenna sem Kvenréttindafélagið stóð fyrir 1923,
1926 og 1930, þ.e. áður en Katrín reið á vaðið, var ekki minnst einu
orði á takmarkanir barneigna eða kynfræðslu. í kvenréttindablaðinu 19.
júní var hins vegar sagt frá slíkum umræðum erlendis. Nokkrar bækur
komu út á árunum milli 1920 og 30 sem fjölluðu um „hjónalíf“, einkum
ber að nefna að dr. Björg Þorláksson þýddi bækur eftir Mary Stopes
sem komu út árið 1928. Björg bætti við kafla um takmarkanir barn-
eigna þar sem hún kynnti m.a., svampa, hettur og smokka. Bæði hettur
og smokkar úr gúmmíi höfðu verið á markaði um áratuga skeið.90
Innan íslenskrar verkalýðshreyfingar og meðal sósíalista hafa ein-
hverjar umræður verið í gangi því það var Jafnaðarmannafélag Reykja-
víkur sem bað Katrínu Thoroddsen um að flytja fyrirlestur um tak-
markanir barneigna árið 1931.
Það sýnir kjark og tepruleysi Katrínar hve vel hún brást við, því
kynferðismál voru mikið feimnismál. Katrín flutti fyrirlesturinn fyrir
fullu húsi, endurtók hann hjá Guðspekifélaginu, flutti hann síðan í
Ríkisútvarpinu og gaf loks út. Fyrirlestur hennar vakti gífurlega athygli
en líka misskilning og hún varð landsþekkt fyrir vikið. Katrín kallaði
fyrirlesturinn: Frjálsar ástir - erindi um takmarkanir barneigna91 Þar
með vitnaði hún til þeirrar umræðu sem átt hafði sér stað úti í heimi og
kennd var við frjálsar ástir.
I formála útgáfunnar segir Katrín frá því að henni hafi borist til
eyrna að hún hefði verið að boða „fósturmorð“ og að hún hefði fengið
bréf frá fólki sem bað hana um verjur eða lyf til að eyða fóstrum en
slík lyf væru ekki til. Þennan misskilning og fáfræði var best að leið-
rétta með því að gefa fyrirlesturinn út.92 Hann kom út á vegum Alþjóða
samhjálpar verkalýðsins síðla árs 1931.
Katrín byrjaði á því að segja að aldur áheyrenda hennar sýndi glöggt
hve mikill áhugi væri á takmörkunum barneigna og mikil þörf fyrir
fræðslu en þeir voru flestir á aldrinum 25 ára til fimmtugs. Það sé
ábyrgðarhluti að þegja um svo mikilvægt málefni. Hver unglingur sem
náð hafi kynþroskaaldri eigi að hafa þekkingu á kynferðismálum. Þá
rakti hún þau rök sem fram hefðu komið erlendis gegn fræðslu um