Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2007, Page 33

Andvari - 01.01.2007, Page 33
ANDVARI KATRÍN THORODDSEN 31 s Ahugi á takmörkunum barneigna Umræður um takmarkanir barneigna hófust mun seinna hér á landi en úti í Evrópu. Ef marka má skrif lækna sem einkum létu í sér heyra varðandi barneignir, ef eitthvað var, var stefnan sú að fjölga þyrfti þjóð- inni.89 A landsfundum kvenna sem Kvenréttindafélagið stóð fyrir 1923, 1926 og 1930, þ.e. áður en Katrín reið á vaðið, var ekki minnst einu orði á takmarkanir barneigna eða kynfræðslu. í kvenréttindablaðinu 19. júní var hins vegar sagt frá slíkum umræðum erlendis. Nokkrar bækur komu út á árunum milli 1920 og 30 sem fjölluðu um „hjónalíf“, einkum ber að nefna að dr. Björg Þorláksson þýddi bækur eftir Mary Stopes sem komu út árið 1928. Björg bætti við kafla um takmarkanir barn- eigna þar sem hún kynnti m.a., svampa, hettur og smokka. Bæði hettur og smokkar úr gúmmíi höfðu verið á markaði um áratuga skeið.90 Innan íslenskrar verkalýðshreyfingar og meðal sósíalista hafa ein- hverjar umræður verið í gangi því það var Jafnaðarmannafélag Reykja- víkur sem bað Katrínu Thoroddsen um að flytja fyrirlestur um tak- markanir barneigna árið 1931. Það sýnir kjark og tepruleysi Katrínar hve vel hún brást við, því kynferðismál voru mikið feimnismál. Katrín flutti fyrirlesturinn fyrir fullu húsi, endurtók hann hjá Guðspekifélaginu, flutti hann síðan í Ríkisútvarpinu og gaf loks út. Fyrirlestur hennar vakti gífurlega athygli en líka misskilning og hún varð landsþekkt fyrir vikið. Katrín kallaði fyrirlesturinn: Frjálsar ástir - erindi um takmarkanir barneigna91 Þar með vitnaði hún til þeirrar umræðu sem átt hafði sér stað úti í heimi og kennd var við frjálsar ástir. I formála útgáfunnar segir Katrín frá því að henni hafi borist til eyrna að hún hefði verið að boða „fósturmorð“ og að hún hefði fengið bréf frá fólki sem bað hana um verjur eða lyf til að eyða fóstrum en slík lyf væru ekki til. Þennan misskilning og fáfræði var best að leið- rétta með því að gefa fyrirlesturinn út.92 Hann kom út á vegum Alþjóða samhjálpar verkalýðsins síðla árs 1931. Katrín byrjaði á því að segja að aldur áheyrenda hennar sýndi glöggt hve mikill áhugi væri á takmörkunum barneigna og mikil þörf fyrir fræðslu en þeir voru flestir á aldrinum 25 ára til fimmtugs. Það sé ábyrgðarhluti að þegja um svo mikilvægt málefni. Hver unglingur sem náð hafi kynþroskaaldri eigi að hafa þekkingu á kynferðismálum. Þá rakti hún þau rök sem fram hefðu komið erlendis gegn fræðslu um
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.