Andvari - 01.01.2007, Page 39
andvari
KATRÍN THORODDSEN
37
Hermann Jónasson gat stuðlað að þessu [að bjarga börnum undan nasistum]
án þess að láta nokkuð af mörkum sjálfur. Það sem hann þurfti að gera var
að gegna skyldu sinni sem forsætisráðherra hinnar frjálslyndu íslensku þjóðar,
sýna sjálfsagðan drengskap, sjálfsagða mannúð. Hermann Jónasson lét það
ógert.112
Katrín skýrði viðbrögð Hermanns með því að hann væri að reyna að
verja landsmenn fyrir „óæskilegri“ kynblöndun en staðreyndin væri sú
að þjóðin væri margblönduð. Tíminn, flokksblað Hermanns, svaraði
þessari frásögn Katrínar með því að Hermann hefði leitað sér upplýsinga
um hvernig slík mál væru afgreidd á hinum Norðurlöndunum og fengið
þau svör að gyðingum væri því aðeins heimiluð landvist að tryggt væri
að þeir færu síðan til annars lands. Tíminn sagði að Katrín eins og aðrir
efnaðir borgarar hefði næga möguleika til að sýna fátækum íslenskum
börnum mannúð sína, hún væri bara að auglýsa sig.113 Þetta er sorgleg
umræða í ljósi þeirra örlaga sem biðu milljóna evrópskra gyðinga.
Menntun við hœfi kvenna
A millistríðsárunum geisuðu miklar deilur hér á landi um æskilegt
hlutverk kvenna og voru þær allt í senn hluti af þjóðernisumræðu tím-
ans, andóf við erlendum menningar- og tískustraumum og andsvar við
vaxandi sókn kvenna út á opinbera sviðið. Stór hópur karla og kvenna
taldi að staða kvenna væri innan heimilanna og að það ætti fyrst og
fremst að mennta konur til að gegna störfum mæðra og húsmæðra.
Þessi sjónarmið voru mjög áberandi innan Framsóknarflokksins, ekki
síst hjá einum helsta foringja hans Jónasi Jónssyni frá Hriflu. Margar
konur fylltu þennan hóp og unnu markvisst að því að byggja upp hús-
mæðraskóla um land allt. Andstæðingar þessa sjónarmiðs vildu að
konum stæðu allar dyr opnar og sögðu að þær ættu að mennta sig til
allra starfa. Katrín Thoroddsen var án efa í síðari hópnum. Fyrra sjón-
armiðið varð ofan á, húsmæðraskólar risu um land allt en mjög fáar
íslenskar konur öfluðu sér háskólamenntunar allt fram yfir 1960.114
I heimsstyrjöldinni síðari birtist þessi umræða í allsérstakri mynd í
sölum Alþingis. Pálmi Hannesson þingmaður Framsóknarflokksins og
rektor Menntaskólans í Reykjavík, mágur Katrínar Thoroddsen, flutti
þingsályktunartillögu árið 1942 sem kallaði á sterk viðbrögð kvenrétt-
mdakvenna. Tillagan fól í sér að hafinn yrði undirbúningur að endur-