Andvari - 01.01.2007, Page 49
ANDVARI
KATRÍN THORODDSEN
47
Thoroddsensystkinin: Aftari röð f.v.: Sigurður, Kristín, Sverrir, María, Katrín, Guð-
mundur. Fremri röð f.v.: Bolli, Unnur, Ragnhildur og Þorvaldur.
þær ættu að færa reynslu sína af bússtjórn yfir á landsstjórnina þar sem
þær ættu svo sannarlega heima.154 Kvenna biðu mörg verkefni fyrir utan
réttindamál þeirra sjálfra, sagði Katrín. Það var ekki síst mikilvægt að
bæta aftur réttindi einstæðra mæðra sem Alþingi hafði ákveðið að rýra.
Katrín nefndi mál eins og manneldismál, húsnæðismál, heilbrigðismál,
heilsugæslu, hressingarhæli, sjúkrahúsbyggingar og uppeldismál. Öllum
þessum málum sinnti Katrín eins og síðar verður greint frá. Katrín sló
á létta strengi í ræðu sinni:
Um leið og ég nota þetta tækifæri til að þakka þeim alþýðuflokksmönnum, sem
lofsamleg ummæli hafa látið falla um útlit mitt og klæðaburð, vil ég heita þeim
og öðrum kjósendum mínum að láta meira til mín taka, ef ég næ kosningu. Ég
heiti því að vinna sem fulltrúi kvenna að hagsmunamálum þeirra.155
Ekki er ljóst til hvaða ummæla Katrín var að vísa varðandi útlit og
klæðaburð. Undir lok ræðu sinnar sagði Katrín: