Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2007, Page 57

Andvari - 01.01.2007, Page 57
andvari KATRÍN THORODDSEN 55 Með stjórn landsins fara á örlagatímum ótrúir menn og dyggðasnauðir, lítilsigldir og illviljaðir, hugdeigir og hæfileikasnauðir erindrekar erlends valds, ef dæma skal eftir afleiðingum gerða þeirra og afrekum á öllum sviðum stjórnmálanna, bæði innanlands og utan, og þótt ill sé óstjórnin í innanlandsmálum, er þó hitt miklu örlagaríkara, hvernig haldið hefur verið á utanríkismálum, sjálfstæðismálunum, á undanförnum árum og er enn.181 Þarna er á ferðinni sama orðræða og áður: Svik og fjörráð við þjóðina. Það var verið að fórna nýfengnu sjálfstæði og gangast undir vald versta auðvaldsríkis í heimi og það gekk algjörlega gegn hugsjónum sósíalista og reyndar margra annarra, að sögn Katrínar. Hún var ekkert að skafa utan af skoðunum sínum á þeim stjórnmálamönnum sem hún kallaði „kvislinga“ síðar í ræðu sinni. Orð hennar endurspegla þann mikla þunga sem fylgdi deilunni um aðildina að NATO og síðar veru bandarísks hers eftir að hann kom aftur til landsins 1951. Umræðan var í beinu framhaldi af beiðni um herstöðvar til 99 ára og Keflavíkursamningnum, mál sem áttu eftir að kljúfa þjóðina næstu áratugina. Tillagan um aðild íslands að NATO var samþykkt með látum 30. mars 1949.182 Umræður um NATO-aðildina er einhver hatrammasta umræða sem fram hefur farið á Alþingi íslendinga. Þar kom til harðra orðaskipta sem og á fundum utan Alþingis. Á einum slíkum fundi komst Olafur Thors þannig að orði um nokkra andstæðinga ályktunarinnar að þeir hugðu á málaferli gegn Ólafi. Meðal þeirra sem Ólafur móðgaði var Gylfi Þ. Gíslason þingmaður Alþýðuflokksins. Hann bar fram tillögu um að þinghelgi yrði létt af Ólafi Thors þannig að hægt yrði að lög- sækja hann. Á móti lögðu þeir Gunnar Thoroddsen og Finnur Jónsson til að tillögunni yrði vísað frá þar sem ummælin hefðu fallið utan þings. Harðar umræður urðu um tillöguna enda í tengslum við mikið deilumál. Afar fátítt var að slík mál kæmu upp á Alþingi. Undir lok umræðunnar drógu flutningsmenn frávísunartillöguna til baka og lýstu sjálfstæð- ismenn því yfir að þeir myndu styðja tillöguna en stóðu reyndar ekki allir við það. Ólafur vildi fara út í málaferli og verja sig.183 Þingmenn sósíalista ákváðu hins vegar að greiða atkvæði gegn tillögunni og lýsti Katrín Thoroddsen afstöðu flokksins er hún gerði grein fyrir atkvæði sínu í nafnakalli. Hún sagði að hún teldi að Ólafur Thors hefði sett blett a Alþingi með ummælum sínum, en þeir sem fyrir þeim urðu hefðu vaxið í áliti. Hún sagði:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.