Andvari - 01.01.2007, Page 62
60
KRISTÍN ÁSTGEIRSDÓTTIR
ANDVARI
fundist heimildir um hvernig Katrín tók þeim tíðindum. Þegar heim
kom skrifaði Katrín grein um ferðina í Melkorku, þar sem hún sagði
einkum frá því sem hún sá í Sovétríkjunum.
Katrín tók fram í upphafi hve margt hefði tafið Ráðstjórnarríkin á
framfarabrautinni, svo sem átök og styrjaldir. Hún hafi komið þangað
með opnum huga, reiðubúin til að vera óvilhöll í dómum og óháð sinni
pólitísku skoðun. Það sem hún sá og heyrði leist henni vel á. Það var
búið vel að börnum, víða hafði gömlum íbúðarhúsum auðmanna og jafn-
vel fangelsum verið breytt í sjúkrahús og barnaheimili. Katrínu sýndist
konur hafa sama rétt og karlar, „bæði í orði og á borði“, þær hefðu sömu
laun og væru áberandi í heilbrigðisstjórninni. Það var geinilega mun
meira um konur í læknastétt en Katrín átti að venjast. í Sovétríkjunum
varð læknisfræði að kvennagrein sem var lágt launuð og það var langt
frá að staða kvenna væri eitthvað skárri en á Vesturlöndum.202
Læknarnir hefðu þó við margt að stríða því ýmsir sjúkdómar hefðu
ágerst á styrjaldarárunum, skrifaði Katrín. Hún taldi að mjög vel
væri staðið að heilsugæslu ungbarna. Börnin væru forréttindastétt
Sovétríkjanna. Katrín reyndi að svara þeirri spurningu hvort henni
hefði aðeins verið sýnt það besta, það væri áreiðanlega ákveðinn sann-
leikur í því en þannig hefði það líka verið í Bretlandi. Það væri ekkert
verið að sýna það sem betur mætti fara, heldur hitt sem væri til fyr-
irmyndar. Anægjulegast hefði þó verið að sjá:
... hve fólkið var sællegt og fjörlegt, ekki ólíkt því sem það væri að flýta sér á
stefnumót eða í skemmtiferðalag, þó það væri líklega bara á leið í vinnuna sína,
því þarna hafa allir vinnu, atvinnuleysi þekkist ekki ... [þetta er fólk] sem hefur
trú á lífinu og bjartari framtíð, fólk sem hefur trú á mannkyninu og óendanlegum
þroskamöguleikum þess og hamingju. Nú á dögum bölsýni og stríðsótta er
erfitt að hitta slíkt fólk annars staðar en í Ráðstjórnarríkjunum.203
í ljósi þess sem við vitum nú um sögu Sovétríkjanna hljómar þessi
lýsing sérkennilega en eflaust voru margir því fegnir að aftur var
kominn á friður og sáu tilgang í að byggja ríkið upp aftur, þótt kalt stríð
væri að magnast milli stórveldanna. En - svona kom Moskva Katrínu
fyrir sjónir.