Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2007, Page 62

Andvari - 01.01.2007, Page 62
60 KRISTÍN ÁSTGEIRSDÓTTIR ANDVARI fundist heimildir um hvernig Katrín tók þeim tíðindum. Þegar heim kom skrifaði Katrín grein um ferðina í Melkorku, þar sem hún sagði einkum frá því sem hún sá í Sovétríkjunum. Katrín tók fram í upphafi hve margt hefði tafið Ráðstjórnarríkin á framfarabrautinni, svo sem átök og styrjaldir. Hún hafi komið þangað með opnum huga, reiðubúin til að vera óvilhöll í dómum og óháð sinni pólitísku skoðun. Það sem hún sá og heyrði leist henni vel á. Það var búið vel að börnum, víða hafði gömlum íbúðarhúsum auðmanna og jafn- vel fangelsum verið breytt í sjúkrahús og barnaheimili. Katrínu sýndist konur hafa sama rétt og karlar, „bæði í orði og á borði“, þær hefðu sömu laun og væru áberandi í heilbrigðisstjórninni. Það var geinilega mun meira um konur í læknastétt en Katrín átti að venjast. í Sovétríkjunum varð læknisfræði að kvennagrein sem var lágt launuð og það var langt frá að staða kvenna væri eitthvað skárri en á Vesturlöndum.202 Læknarnir hefðu þó við margt að stríða því ýmsir sjúkdómar hefðu ágerst á styrjaldarárunum, skrifaði Katrín. Hún taldi að mjög vel væri staðið að heilsugæslu ungbarna. Börnin væru forréttindastétt Sovétríkjanna. Katrín reyndi að svara þeirri spurningu hvort henni hefði aðeins verið sýnt það besta, það væri áreiðanlega ákveðinn sann- leikur í því en þannig hefði það líka verið í Bretlandi. Það væri ekkert verið að sýna það sem betur mætti fara, heldur hitt sem væri til fyr- irmyndar. Anægjulegast hefði þó verið að sjá: ... hve fólkið var sællegt og fjörlegt, ekki ólíkt því sem það væri að flýta sér á stefnumót eða í skemmtiferðalag, þó það væri líklega bara á leið í vinnuna sína, því þarna hafa allir vinnu, atvinnuleysi þekkist ekki ... [þetta er fólk] sem hefur trú á lífinu og bjartari framtíð, fólk sem hefur trú á mannkyninu og óendanlegum þroskamöguleikum þess og hamingju. Nú á dögum bölsýni og stríðsótta er erfitt að hitta slíkt fólk annars staðar en í Ráðstjórnarríkjunum.203 í ljósi þess sem við vitum nú um sögu Sovétríkjanna hljómar þessi lýsing sérkennilega en eflaust voru margir því fegnir að aftur var kominn á friður og sáu tilgang í að byggja ríkið upp aftur, þótt kalt stríð væri að magnast milli stórveldanna. En - svona kom Moskva Katrínu fyrir sjónir.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.