Andvari - 01.01.2007, Side 63
andvari
KATRÍN THORODDSEN
61
/ þjónustu fólksins
Eftir að setu Katrínar í bæjarstjórn lauk sneri hún sér alfarið að læknis-
störfum. Hún hafði verið yfirlæknir Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur
frá stofnun hennar en árið 1955 varð hún yfirlæknir barnadeildar stöðvar-
innar.204 Skúli Halldórsson segir að Katrín hafi verið vel launuð: „Bolli
Thoroddsen verkfræðingur hjá bænum hafði 500 kr. í laun. Katrín,
systir hans, hafði hins vegar yfir 1500 kr. á mánuði, en átti aldrei pen-
inga því að hún var kommúnisti jafnt á borði sem í orði og gaf allt eða
eyddi jafnóðum.“205
Arið 1960 spurði Melkorka nokkrar merkiskonur hvað þeim fyndist
um stöðu kvenna. Svar Katrínar ber með sér að þrátt fyrir að kven-
réttindabaráttan hefði skilað konum ýmsum réttindum, t.d. réttinum
mennta, væri langt í að konur nytu jafnréttis. Hún líkti réttindum
kvenna við rétt íbúa bresku nýlendnanna:
Ber tvennt til: annars vegar kynhroki karla, hefð og aldagamall óvani, en á hinn
bóginn andleg leti kvenna, hlédrægni og vanmat á mætti sínum og megin. Er
þeirra sök tvímælalaust meiri, því konur eru fjölmennari og betur er til þeirra
vandað af náttúrunnar hálfu. Kvenréttindabaráttunni er ekki lokið, hún er enn á
frumstigi og henni lýkur aldrei frekar en öðrum frelsisstríðum, þau eru eilíf.206
Eað hafði ekkert sljákkað í kvenréttindakonunni Katrínu Thoroddsen.
Staða kvenna var mest þeim sjálfum að kenna að hennar dómi. Samt
taldi hún konur hafa yfirburði yfir karla frá náttúrunnar hendi. Það
þurfti að rífa þær upp úr letinni. Það er fróðlegt að sjá þessa hugmynd
bm yfirburði kvenna hjá Katrínu, því þeim rökum var mikið beitt
a 19. öld að konur væru körlum æðri, sérstaklega hvað varðaði gott
siðferði.207 Sú hugmynd var greinilega lífseig.
Katrín lét af störfum sem yfirlæknir árið 1961 en leysti af í sumar-
leyfum og var áfram heimilislæknir. Hún lést 11. maí árið 1970, aðeins
nokkrum dögum eftir að ný og róttæk kvennahreyfing birtist á götum
Eeykjavíkur í rauðum sokkum.208 Nokkrar minningargreinar voru skrif-
aðar um Katrínu. Áður hefur verið minnst á greinar Sverris Kristjáns-
sonar og Einars Olgeirssonar en auk þeirra skrifaði Halldór Hansen
ðarnalæknir um hana. Halldór sem tók við af Katrínu sem yfirlæknir
a barnadeild Heilsuverndarstöðvarinnar skrifaði að Katrín hefði í raun
Ver'ð hlédræg og frábitin því að láta á sér bera. Skapferli hennar hefði
emkennst af „væmnislausri óeigingirni“.209 Þegar Sigurður Thoroddsen