Andvari - 01.01.2007, Blaðsíða 64
62
KRISTÍN ÁSTGEIRSDÓTTIR
ANDVARI
verkfræðingur leit yfir farinn veg lýsti hann systrum sínum Kristínu og
Katrínu með eftirfarandi hætti:
Þær systur voru báðar tvær stórvel gefnar, góðar og miklar manneskjur.
Minnugar og orðheppnar, enda urðu mörg tilsvör Katrínar orðfleyg. Bituryrt
var hún ekki, en háðs gat gætt hjá henni. Hún sagði vel frá, gat átt til að ýkja
þar sem vel fór á því, eins og háttur er þeirra sem fara vel með sögur. Að því
leyti var Kristín henni ólík að oft kom fyrir að hún barnaði sögur Katrínar með
því að benda á ýkjurnar. Þær báðar Kristín og Katrín voru afhaldnar í störfum
sínum, enda skylduræknar og hjálpfúsar og ósérplægnar. Þær fóru eftir því
sjónarmiði í verkum sínum að þeirra væri að þjóna fólkinu, en ekki að þjóðin
væri til fyrir þær.210
Þessi lýsing ber með sér þá virðingu sem Sigurður bar fyrir systrum
sínum og speglar það kærleiksríka samband sem ríkti milli Thoroddsen-
systkinanna.
Tímabilið milli 1930 og 1960 er að miklu leyti ókannað hvað varðar
sögu íslenskra kvennahreyfinga og einstaklinga sem létu til sín taka í
þágu aukins kvenfrelsis. Þessi úttekt á ævi Katrínar Thoroddsen læknis
sýnir að íslenskar kvenréttindakonur voru hvorki útdauðar né ósýnilegar
á þessum tíma. Rannsóknir á millistríðsárunum hér á landi hafa leitt í ljós
að kvenréttindakonur áttu mun erfiðar uppdráttar en áratugina á undan
þegar baráttan fyrir kosningarétti og öðrum félagslegum réttindum stóð
sem hæst og skilaði árangri.211 íhaldssamar hugmyndir um hlutverk
kvenna náðu yfirhöndinni og valdakerfið var ekki reiðubúið til að opna
dyr sínar fyrir konum. Barátta Katrínar sýnir að ríkjandi hugmyndir um
konuna sem móður og húsmóður lifðu góðu lífi fram yfir síðari heims-
styrjöld og reyndar á meðan hún lét til sín taka. Hlutskipti Katrínar sem
þingkonu var mjög svipað því sem þær konur kynntust sem á undan
henni komu. Það var lítið á þær hlustað þótt þær væru mikils metnar úti
í samfélaginu.212 Stjórnmálasaga Katrínar er afar athyglisverð, ekki síst
hvernig henni var ýtt til hliðar fyrir flokksforingja af karlkyni, þrátt fyrir
miklar vinsældir hennar. Katrín sameinaði það að vera femínisti, sósíal-
isti, húmanisti og fræðari sem sýndi mikinn kjark bæði í baráttu kvenna
fyrir kvenfrelsi og baráttu sósíalista fyrir pólitískri sannfæringu sinni. Þá
gekk hún fram fyrir skjöldu í því viðkvæma feimnismáli sem takmark-
anir barneigna voru, fyrst og fremst í þágu kvenna. Hún var kona sem
synti á móti straumnum. Hún lifði ekki að sjá róttæka kvennahreyfingu
rísa upp að nýju en það hefði eflaust glatt hennar baráttuhjarta.