Andvari - 01.01.2007, Qupperneq 81
birna bjarnadóttir
Jónas og Jena
Ef marka má skáldið og fagurfræðinginn Grím Thomsen, hófst rómantíkin
löngu fyrir tíma Jónasar Hallgrímssonar, en það er einmitt Grímur sem á
heiðurinn af því að kalla íslenskar miðaldabókmenntir rómantík heiðninnar.
Síðari tíma túlkendur hafa fjallað um ríkan þátt upplýsingar í skrifum Jónasar
°g hvernig rómantíska stefnan í bókmenntum hafi ekki blómstrað á íslandi
fyrr en með skáldi á borð við Benedikt Gröndal Sveinbjarnarson. Þannig
segir víðáttan til sín í umfjöllun um rómantík, og skiptir þá engu hvort fólk
leitast við að túlka hugtakið, eða mögulegan mun á rómantísku stefnunni í
bókmenntum meginlands Evrópu og á íslandi. Ætli það sé ekki eitthvað til
1 því sem Reiner Stach minnir lesendur á í nýlegri ævisögu sinni um Franz
Kafka: Skáldskapur er alltaf skrefi á undan umfjöllun um hann.1 Hið sama
mætti segja um náttúru fegurðar.
Kannski hefur franski skáldsagnahöfundurinn og gagnrýnandinn Maurice
Blanchot komist næst því að gefa einhverja hugmynd um víðáttu rómantíkur.
Hann sagði hana ekki geta endað nema illa. Sé horft til Jena-hópsins, sem
lagði grunninn að rómantísku stefnunni í Þýskalandi við lok 18. aldar, verður
maður enn fremur að spyrja sig hvort meta eigi rómantíkina af upphafinu, og
þá sér í lagi útgáfu tímaritsins Athenáum sem kom út árin 1798-1800, eða
afdrifum Jena-hópsins. Sjálfur höfuðpaurinn, Friedrich Schlegel, lýðveld-
lssinninn, fagurfræðingurinn, boðberi andans í hinum frjálsa einstaklingi og
sagður líkjast mest hænu þar sem hann verpti kenningu á hverjum morgni,
varð að gildum smáborgara í Vínarborg. Þar gekk hann rakleitt inní björgin
sem hann hafði áður talið ógna frelsi andans. Sé um örlög að ræða, kunna
þau að vera í fullkomnu samræmi við inntak rómantíkur, eða þá hugmynd að
rómantík sé frelsi án takmarks.2
Jónas Hallgrímsson og nokkrir vinir hans í Kaupmannahöfn, eða Fjölnis-
rrrenn, komast næst því af íslenskum skáldum nítjándu aldar að kallast hópur
romantíkera. Tímarit þeirra Fjölnir er, líkt og tímarit Jena-hópsins, til vitnis
um ægifagra drauma og ógleymanleg ævintýri. Fjölnismenn eru þar að auki
hópurinn sem gerði tilraun til að vekja heila þjóð til vitundar um fegurðina,
sjalfrar hennar vegna, og þeir eiga það sammerkt með Jena-hópnum að sú
fagurfræðilega bylting sem þeir boðuðu hlaut dapurleg örlög. Ef marka má