Andvari - 01.01.2007, Síða 86
84
BIRNA BJARNADÓTTIR
ANDVARI
Ævintírið af Eggjerti glóa, eða önnur slík, held jeg ... sjeu til lítils handa flestum
Islendíngum, þeír hafa trauðlega mikinn gáning á, og því síður gagn af, þeim. Að
minnsta kosti hef jeg heírt marga ámæla, og hafa óbeit á, þesskonar skröksögum, sem
þeír vita ekki þíðínguna í. Snotur kvæði, sennilega sögur og þvíumlíkt, held jeg væru
betur við alþíðu gjeð, og gjörðu meíri not.24
Ævintýrið var einnig metið sem hégilja og andlega voluð kellingabók,25 en
eins og Páll Valsson hefur bent á, eru kellingafrásögur væntanlega íslenskar
þjóðsögur og ævintýri sem enn voru varðveitt í munnlegri geymd á þessum
tíma, ekki síst meðal kvenna.26 Tómas Sæmundsson fagnar hins vegar Eggerti
Glóa og biður um meira efni af slíku tagi, hann sem sumir samtímabók-
menntafræðingar telja helsta upplýsingarmanninn í hópi Fjölnismanna.27
En hvað sögðu þýðendurnir, Jónas og Konráð, sér til varnar? í Fjölni skrifa
þeir eftirfarandi:
Það er undarlegt, að so mörgum Íslendíngum þikir lítið koma til sögunnar af Eggjerti
glóa. Því verður ekki komið við í þetta sinn að sína, hvað snilldarlega hún er samin og
í hvurju fegurð hennar er fólgin; enn óskandi væri, eínhvur Islendíngur irði til að semja
eítthvurt ævintíri, sem ekki væri lakara; því þá væri nóg að snúa því á önnur mál, til
þess að allar þjóðir í Norðurálfunni segðu við sjálfar sig: „það er óhætt að telja þennan
Íslendíng með bestu skáldum á þessari öld!“28
í fjórða ári Fjölnis, árið 1838, birtist síðan ítarleg vörn fyrir ævintýrið, róman-
tíska skáldskaparfræði og ímyndunaraflið. Þeir telja að Islendingar hafi hvorki
þroska né skilning til að meta list Tiecks. Benedikt Sveinbjarnarson Gröndal
hefði verið maður til að taka undir slíkt sjónarmið og líta jafnvel á það sem
raunsæi, en á hann hefur ekki alltaf verið hlustað á Islandi.29 Ef marka má fáein
brot úr sögu fagurfræðinnar á íslandi hafa fleiri tjáð sig um sérstæðan „tíma“
íslands eða „stöðu“ í málum skáldskapar, fagurfræði og lista, stundum við lítinn
fögnuð.30 Mesta snilldin, skrifa þeir Jónas og Konráð, felst í því hvað prýðilega
hefur tekist að leiða fyrir sjónir það sem var aðaltilgangur skáldsins,
hvað af sindinni gjetur leítt, stundum eptir lángan tíma; hvursu tilhneígíngarnar fara
að koma manninum til að ifirgjefa götu sannleikans, ef þeím er leíft að komast upp í
huga mannsins; hvursu eína sindina leíðir af annarri, enn samvizkan breítir máli sínu
eíns og fuglinn, að því skapi sem sakleísið er varðveítt, eður því er tínt, og steípir þeim
í skelfíng og óhamíngju, er ránglega hefir breítt; og hvursu hegndin að lokunum dinur
ifir vægðarlaust. Trauðla mun nokkur sú andleg ræða til, er þessi almennu sannindi sjeu
sett fyrir sjónir almennilegar og tilfinnanlegar, en í þessu ævintíri; ... 31
Á síðari tímum hafa fáeinir fjallað um ævintýrið.32 Páll Valsson fjallar um það
og viðtökurnar á íslandi í kafla um tímaritið Fjölni í bók sinni um Jónas. „Að
Jónas skuli þýða þessa sögu sýnir ljóslega að smekkur hans lá nálægt hinum
þýska, rómantíska skóla og að þeir Konráð fylgdust vel með“, skrifar Páll. Og